Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 17
Jón Helgason komu út sjö bindi 1954—66, öll með inngangi eftir Jón, og jafnframt ritstýrði hann ljósprentaröð Rosenkilde og Bagger, Early Icelandic Manuscripts in Facsimile, sem hóf göngu sína 1958 og í hafa birst fimmtán bindi, það síðasta á árinu sem leið. Sum handritin sem birtust í þessum síðastnefndu röðum höfðu verið ljósmynduð í útfjólubláu ljósi, sem oft gaf mjög góða raun, en Jón var brautryðjandi í notkun slíks ljóss við lestur á torlæsilegum handritum ís- lenskum. Oft var Jón Helgason einn við störf sín í Arnasafni framan af. Kristian Kálund, sem um langt skeið var eini Daninn sem sinnti íslenskum handritarann- sóknum, hafði látist 1919, og Finnur Jónsson lést 1934. Rannsóknarstofnun var engin né heldur styrkir aðrir en styrkur Arna Magnússonar, sem rýrnaði smám saman að verðgildi. Einn þeirra sem naut hans (1926—37) var Björn Karel Þórólfsson, sem vann við rannsóknir á safninu allt frá stúdentsárum sínum og þangað til hann fór heim 1938. Um líkt leyti fór Jakob Benediktsson, sem hafði numið klassíska fílólógíu og sinnt þeim fræðum framan af, að snúa sér að íslenskum fræðum og sat löngum á Arnasafni þangað til hann fluttist heim 1946. Arið 1939 urðu nokkur umskipti á högum íslenskra fræða í Kaupmannahöfn, þegar danska ríkið fór að veita Arnanefnd fé tii starfsemi sinnar. Að mestu rann þetta fé til undirbúnings að stórri orðabók um óbundið íslenskt miðaldamál og norskt, en jafnframt varð þess kostur að hleypa af stokkunum ritröð um íslensk og önnur norræn fræði, Bibliotheca Arnamagnreana. Ritstjóri raðarinnar frá upphafi var Jón Helgason og ásamt honum 1976—83 Jonna Louis-Jensen, eftirmaður hans í prófessorsembætti, og Peter Springborg, starfsmaður Arna- stofnunar. I þessari röð hafa síðan 1941 komið út 43 bindi, samin eða búin til prentunar af fræðimönnum úr mörgum þjóðlöndum. Sjálfur gaf Jón Helgason út Háttalykil enn forna í fyrsta bindinu (ásamt Anne Holtsmark) og 1944 tvö bindi með ritum eftir Skúla Magnússon. Meðal bindanna í Bibliotheca Arna- magnæana síðasta aldarfjórðunginn eru söfn minni ritsmíða, Opuscttla, og í þeim á Jón Helgason ótölulegan fjölda ritgerða. I Opuscula VII, sem nú er í prentun, á Jón langa ritgerð. I flestum bindum Bibliotheca hefur Jón átt einhvern hlut, og í sumum mikinn, með því að leiðbeina, lesa yfir handrit og prófarkir og leiðrétta það sem betur mátti fara. Eins og kunnugt er, höfðu Islendingar lengi haft hug á því að fá íslensk handrit sem vóru varðveitt í dönskum söfnum flutt til Islands. Þegar Danir og Islendingar vóru að ganga frá sínum málum eftir heimstyrjöldina í kjölfar sambandsslita, var þetta mál borið upp af hálfu Islendinga, og upp frá því var handritamálið mjög til umræðu í Danmörku. Fjölmenn þingskipuð nefnd skilaði margklofnu áliti 1951, og bæði fyrr og síðar var oft um málið fjallað í blöðum, tímaritum og á mannfundum auk þess að danskir stjórnmálamenn ræddu það í sinn hóp og bak við tjöldin við íslenska starfsbræður sína. Jón Helgason tók ekki mikinn þátt í þessum umræðum, en það sem hann lét til sín heyra var til stuðnings málstað Islendinga. Lang-flestir danskir fræðimenn 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.