Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 93
Kvennamál og kvennamenning Það er hefð fyrir því í bandarísku kvennahreyfingunni að skoða hug- myndafræði feðraveldisins sem furðu heildstætt fyrirbæri, eins konar með- vitað karlasamsæri gegn konum. Þetta viðhorf má greina hjá Gilbert og Gubar og Toril Moi bendir á að það vinni á móti samhengingu í kenningum þeirra. Hugmyndafræði feðraveldisins var nefnilega engan veginn heildstæð á 19. öldinni — fremur en í dag. Þá sem nú voru þversagnir og þverbrestir í kerfinu. Eftir að búið var til dæmis að smíða kröfuna um að hver einstakl- ingur ætti að vera frjáls og njóta þessa frelsis, jafnréttis og bræðralags — hvernig átti þá að halda því fram að þetta gilti óvart ekki um konur? John Stuart Mill og fleiri frjálslyndir stjórnmálamenn og hugsuðir tóku afleiðing- unum af einstaklingshyggju borgarastéttarinnar og léðu máls á mannrétt- indakröfum kvenna. Það opnaði smugur sem gerðu konum kleift að byrja að brjótast inn í karlahefðir og -stofnanir, þar sáu kvenréttindakonurnar lagið sem þær biðu eftir, segir Toril Moi (1985, 63—65). Og hún og Mary Jacobus styðja báðar fingri á röksemdafærslu Gilbert og Gubar og spyrja: Ef bókmenntahefð karlveldisins var rammger og bauð konum engar fyrir- myndir svo að þær fengju kjark til að skrifa út frá öðru sjónarhorni og meinaði konunum jafnframt sjálfum að segja þar aðra sögu — hvernig fóru konur þá að því að brjótast inn í hefðina yfirleitt? Gilbert og Gubar fara í kringum þetta í bók sinni og segja þegar hér kemur sögu — samt skrifuðu konur . . . Astæðan fyrir því að Gilbert og Gubar nefna ekki á þessum stað þversagnirnar sem þvinguðu feðraveldið til að slaka á taumunum er sú að kenningar þeirra eru svo alhæfandi að það hentar þeim einfaldlega betur að einfalda og tala um eina og óskipta karlamenningu á móti einni og óskiptri kvennamenningu. Blíða kvenhetjan og brjálaða konan í 19. aldar bókmenntunum eru tvær hliðar á sjálfsskilningi höfundarins sem yfirfærir sinn eigin „geðklofa" á persónur sínar skv. Gilbert og Gubar. Þannig samsama þær kvenhöfundinn persónum sínum. Þetta er aðferðafræðilega hæpið og færir Gilbert og Gubar háskalega nálægt hugmyndum karla um að skáldverk kvenna séu persónulegri, ævisögulegri en verk karla, jafnvel að bókmenntaform sem konur velja oft séu kvenleg og þ. a. 1. lítilfjörlegri en önnur.12 I Brjáluðu konunni í kvistherberginu er svo sett fram sú kenning að ef við lesum kvenpersónurnar gegnum yfirborðstextann sem lagaður er að kröfum feðra- veldisins — komum við niður á sannleika textans, undirtextann sem finna má með ákveðinni tækni. Þetfa er líka aðferðafræðilega umdeilanlegt og getur boðið heim eins konar sjálfvirkri túlkun á bókmenntunum, aðferðum sem við könnumst við úr bókmenntafræðinni; í verkinu á þá að vera „annar texti" — hvort sem hann er nú kallaður líkan af átökum í verkinu, dulvitund þess eða höfundarins, fölsk vitund — eða eitthvað annað. Samkvæmt 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.