Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 133
er barn tregans, farteski mitt alman- ök og þagnaðir rokkar, inniskóm kynntist ég aldrei. í „Bringsmalaskottu" vísar Þórarinn eins og oft áður til þess sem er hluti af sögu okkar og menningu. I sumum ljóð- um er það hið liðna sem minnir óvænt á sig og vekur undarlegar kenndir, en oft- ast er beinlínis vísað til persóna og fyrir- bæra úr sögu þjóðarinnar til að tjá nýjan veruleika. Bringsmalaskotta er draugur, sem Jónas Hallgrímsson minntist á í bréfum sínum að væri eitthvað að angra sig. I fyrsta og lengsta hluta ljóðsins er fjallað almennt um drauga. Þeir tilheyra liðnum tíma, þjóðsögunum. Rafljós nú- tímans hafa að mestu leyti útrýmt þeim. En Bringsmalaskotta náðist ekki, enda annars eðlis en flestir draugar: „hún átti sér ból / í því myrkri/ sem ekkert raf- magn / fær lýst“. Myrkrið í huga manns- ins er ekki horfið þrátt fyrir „heiðríkju skynseminnar". Ljóðinu lýkur á einföld- um orðum, sem segja þó mikið: „Svo virðist jafnvel / sem skuggarnir / hafi dýpkað og lengst". Þungum hug er lýst víðar í bókinni. Sjaldan er það þó gert berum orðum. I „Lokaskýrslu" er orðfærið knappt og samhengið torræðara en í ýmsum öðr- um ljóðum bókarinnar. Blandað er sam- an orðtökum og leikið með hugtök sem flestöll vísa til örvæntingar og sársauka. Tónninn er ekki eins þungur í ljóðinu „Hundasúrur" þótt þar sé reyndar verið að tala um erfiða daga, hundadaga sem eru „ekki úr almanakinu“. I þessu ljóði er engin uppgjöf, því að klykkt er út með reisn: Allt um það gildir að vera konungur yfir hunda- dögunum. Umsagnir um bœkur Sínum eigin að minnsta kosti „Fátt væri“ er með glæsilegustu ljóð- um bókarinnar, markvisst og hnitmiðað. Föst bygging er raunar einn helsti styrk- ur formsins á flestum ljóðunum. Fyrst er hugmyndin reifuð varlega, síðan er kveðið nokkuð fastar að orði og að lok- um er kjarni hugsunarinnar settur fram með meitluðu orðalagi sem hittir í mark. I ljóðinu „Fátt væri“ yrkir Þórarinn um fugl úr Hávamálum, óminnishegrann. Þar tengist þessi fugl brennivínsdrykkju, er tákn vímu og ölvunar. Ljóðið skiptist í þrennt og mynd fuglsins breytist í hverjum hluta. I upphafi er þess óskað að hann væri borinn á borð, ljúffengur og þægilegur „öðru hverju". En gaman- ið fer að kárna þegar hann er orðinn gæludýr „þyljandi án afláts í eyra / óminnispunkta". I lok ljóðsins verður myndin ægilegust, það er eins og fuglinn stækki, hann er með manninn algjörlega á valdi sínu: „klærnar svo djúpt sokknar / í öxlina / að maður kæmist ekki einu sinni / úr jakkanum / ef þess gerðist þörf“. Myndin sem dregin er upp í þessu ljóði er óvenjuleg, mögnuð og sönn. Sama yrkisefni er í ljóðinu „Ogrun“ en efnistökin ekki jafn áhrifamikil. I Yddi eru mörg hnyttin og gaman- söm kvæði. Þórarinn hefur gaman af að leika sér að orðum og koma með þeim á óvart. Það kemur t. d. fram í „Alfta- nesi“. Orðalagið sem hann notar er svo nýstárlegt og langsótt, að ljóðið virðist dularfullt og torrætt við fyrstu sýn. Skáldið notar ekkert „eins og“ heldur myndhverfingu: „Skera flötinn / hálf herðatré / kafa snöggt / eitt andartak glittir / á mannsrass úr gifsi“. Þórarinn er myndvíst skáld og líkingar hans eru margar óvenjulegar og snjallar, en ekki 123
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.