Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 36
Tímarit Mdls og menningar Framtíðin og hlutverk ritdóma Eg vil láta í ljós von um að TMM og önnur íslensk tímarit verði áfram vettvangur öflugrar og óslitinnar þýðinga-umræðu. Af nógu er að taka enda akurinn svo gott sem óplægður. Jafnframt óska ég að útgefendur keppist við að koma á markað vönduðum bókmenntaþýðingum. Á síðustu þremur árum hefur komið kippur í útgáfu athyglisverðra skáldsagnaþýðinga. Held- ur virðist hins vegar hafa komið bakslag í ljóðaþýðingar, en á því sviði höfum við átt hvað besta þýðendur. Að þýðingum Helga Hálfdanarsonar frátöldum er útgáfa leikritaþýðinga hrikalega vanrækt þó svo mörg merkis- verk séu ugglaust til reiðu í handriti. Hversu lengi skyldum við til dæmis þurfa að bíða eftir marglofuðum þýðingum Þorsteins Þorsteinssonar á verkum Bertolts Brechts, eins fremsta leikskálds aldarinnar? Að lokum vil ég svo drepa á þann vettvang þar sem oftast er minnst á þýðingar, en það eru blaðaritdómar. Meðferð þeirra á hlutverki þýðandans er yfirleitt til háborinnar skammar. I þýðanda, sem kannski hefur varið margra mánaða vinnu í verk sitt, er oftast fleygt nokkrum línum í lok ritdóms, jafnvel þannig að það er lesandanum til háðungar. Ég vel til dæmis af handahófi tvær umsagnir úr ritdómum um þýddar bækur á síðustu jólabókavertíð: Ég er nokkuð sáttur við þýðinguna í heild, sérstaklega þar sem ég hef það á tilfinningunni að Francis sé alls ekki auðþýddur á íslensku. En samt finnst mér eitthvað vanta, ég veit ekki alveg hvað það er.10 Þýðing Magnúsar Rafnssonar er þokkaleg þótt hún virki sums staðar á mann sem ekki alveg fullunnin.11 Slíkar umsagnir segja gagnrýnum lesanda ekki hót, en hins vegar hef ég heyrt fólk éta svona markleysu í ýktu formi upp eftir blaðadómum, rétt eins og verið sé að ræða einkenni á sjálfri bókinni. Ég tel að annaðhvort ættu ritdómarar að sleppa því að minnast á þýðinguna (ég trúi ekki heldur að neinn þýðandi hafi gaman af að láta hæla sér með nokkrum órökstuddum lýsingarorðum) eða þá að gera henni sómasamleg skil. Ef til vill verða það aldrei nema fáir dagblaðagagnrýn- endur sem gefa sér tíma til að fjalla þannig um þýðingar. En hér hafa tímaritin líka hlutverki að gegna. Gleðilegt var að sjá í Skími 1985 tvo ritdóma þar sem fjallað er í ítarlegu máli um merkar þýðingar: Örn Ólafsson skrifar um þýðingu Thors Vilhjálmssonar á Hlutskipti manns eftir Malreaux og Sigrún Astríður Eiríksdóttir um þýðingu Guðbergs Bergs- sonar á Don Kíkóta, og hafa þau bæði lagt vinnu í samanburð frumtexta og þýðingar. Gagnrýni Sigrúnar er raunar mun yfirgripsmeiri enda verk það 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.