Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 68
Tímarit Máls og menningar
ekki? Þau höfðu frelsað okkur, við frelsuðum okkur ekki sjálf, og sigurveg-
arinn setur skilmálana. Spurningin er einungis sú, hvort þetta hafi ekki gerst
vegna þess að andspyrnan var svo óveruleg. A þessu stigi get ég ekki sagt, að
hvaða marki stjórnmálamennirnir hefðu átt að veita viðnám — menn einsog
Adenauer og aðrir. Eg hef á tilfinningunni að ekki hafi verið til að dreifa
neinni verulegri baráttu fyrir nýjum stjórnarformum, og hvaða áhrif slík
barátta kynni að hafa haft er óútkljáð mál, afþví hún átti sér ekki stað.
Ekki einusinni af hálfu sósíaldemókrata og verkalýdshreyfingarinnar?
Nei, eiginlega ekki. A þessu skeiði, við skulum segja á árunum 1949 til
1953, kem ég ekki auga á neitt afl sem í alvöru horfðist í augu við þróunina.
Síðan kom Marshall-áætlunin, sem var í reynd stór peningagjöf og hafði
auðvitað líka mikil efnahagsleg áhrif; það er erfitt fyrir mig, sem er ekki
hagfræðingur og sömuleiðis ópólitískur fræðimaður, að sundurgreina það
eftirá. Við munum aldrei geta gengið úr skugga um, hvort ósvikin þýsk
úrræði hefðu dugað, til dæmis í samhljóðan við Ahlen-áætlunina. En sú var
von okkar, og sú von var ekki með öllu ónýtt, þareð ýmis lög sem síðar
voru staðfest af ríkisstjórnum Kristilegra demókrata, til dæmis mikil endur-
bót á eftirlaunalögunum 1957, gerð af frumkvæði Kristilegra demókrata,
voru mikilvægir þættir í Ahlen-áætluninni. En síðan ekki söguna meir.
Er hægt að halda því fram, að menningaröflin í landinu hafi myndað
mótvægi gegn endurreisn gömlu valdastéttanna?
Já, þau mynduðu mótvægi. Frá 1945 framá miðjan sjötta áratug var skeið
endurmats og íhugunar. Ég held það hafi verið allmörg rit, aðallega blöð,
sem voru bæði kristileg og sósíalísk. Ég vil nefna Frankfurter Hefte sem
fyrirmynd og einnig sem dæmi um blað sem hélt fast við þá afstöðu. Þessi
blöð höfðu geysimikla útbreiðslu. En þegar til kastanna kom fór hið
skelfilega raunsæi sögunnar, sem ég vil kalla svo, með sigur af hólmi.
Og ég man ennþá tiltekin smáatriði, til að mynda það að ég hitti ásamt
þáverandi forleggjara mínum, dr. Witsch, sem oft bauð mér heim til sín,
bæði Þjóðverja og Bandaríkjamenn sem ræddu við okkur orsakir atvinnu-
leysisins frá 1929 til 1937, og þeir héldu því allir fram með mjög sannfærandi
röksemdum, að til efnahagskreppu mundi aldrei framar koma, því hægt
væri að hafa stjórn á þeim öflum sem leiddu til kreppu. Þó ég hefði ekki
sjálfur lifað atvinnuleysi, þá talaði ég útfrá reynslu verkamanna sem ég hafði
verið sex ár samvistum við í stríðinu og útfrá mörgum og löngum sam-
ræðum við menn sem höfðu reynt atvinnuleysi í sínum verstu myndum.
Fyrir þeim hafði Hitler sjálfur verið tákn vonar afþví hann hét þeim vinnu.
Vinnan sem hann síðan veitti þeim var stríðið, það skildu þeir líka, vegna
þess að sumir þeirra voru mjög vel að sér í pólitískum efnum, jafnt
verkamenn sem óbreyttir skrifstofumenn.
58