Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 53
Ekki aðeins d jólunum þúsund kúrekar og fjörutíu þúsund furstafrúr í borg okkar, í stuttu máli, það var kjötkveðjuhátíð. Hátíð sem við erum vön að halda uppá með jafnmiklum ef ekki meiri ofsa en jólin. En frænka mín virtist bæði blind og heyrnarlaus. Hún kvartaði yfir grímubúningum, en hjá þeim verður ekki komist í klæðaskápum húsa okkar á þessum tíma. Með hryggð í röddu kvartaði hún undan versnandi siðferði. Að menn skyldu ekki einu sinni á jólum geta látið af þessu ósiðlega framferði, og þegar hún kom inn í svefnherbergi frænku minnar og sá blöðru, sem var reyndar loftlaus, en sást greinilega að á hafði verið málaður trúðshattur í hvítum lit, fór hún að gráta og bað frænda minn að stöðva þessi helgispjöll. Sér til skelfingar komust menn að því að frænka mín var haldin þeim hugarórum að það væri alltaf aðfangadagskvöld. Föðurbróðir minn kallaði fjölskylduna saman og bað konu sinni vægðar og tillitssemi vegna þessa sérkennilega ástands og gerði síðan aftur út leiðangur til þess þó amk. að tryggja friðsæld kvöldhátíðarinnar. A meðan frænka mín svaf var skrautið flutt af gamla trénu á það nýja og ástand hennar breyttist mjög til batnaðar. V En kjötkveðjuhátíðin leið einnig hjá og vorið kom í raun og veru. I stað þess að syngja „Vorið er komið“ hefði átt betur við að syngja „O, blessuð vertu sumarsól“. Það var kominn júní. Fjögur grenitré voru þegar ónýt og enginn hinna nýtilkölluðu lækna gat gefið von um bata. Frænka mín var óhagganleg. Jafnvel dr. Bless, sem naut alþjóðlegrar viðurkenningar, hafði yppt öxlum og dregið sig í hlé í bókaherbergi sínu eftir að hafa tekið 1365 mörk í þóknun fyrir þjónustu sína. Með þessu sýndi hann enn einu sinni hvað hann var utanvið heiminn. Nokkrum veikburða tilraunum til að hætta hátíða- höldunum eða láta þau falla niður tók frænka mín með þvílíku öskri að slíkri vanhelgun var endanlega hætt. Það skelfilegasta var að frænka mín krafðist þess að allir henni nákomnir væru viðstaddir, þarmeð talin bæði presturinn og barnabörnin. Það tókst aðeins með ítrustu hörku að sjá til þess að fjölskyldulimirnir sjálfir mættu stundvíslega, en erfiðara varð með prestinn. Að vísu þraukaði hann án þess að mögla í nokkrar vikur af tillitssemi við gamla sóknarbarn- ið sitt en síðar reyndi hann með vandræðalegum ræskingum að gera 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.