Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 10

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 10
Tímarit Máls og menningar í ljóðum Vilborgar hafa konur og böm fengið mál og rödd sem hljómar vítt um kring. Þó eru ljóðin persónuleg, hrífandi einlæg og koma mjög nærri lesanda sínum. Pólitísk áhugamál hennar koma sjaldan fram í Ijóðun- um, konur fylkja ekki liði þar undir kröfuspjöldum, miklu fremur eru þær einar í hugarheimi sínum, jafnvel einmana, og gera ekki kröfur nema til skilnings lesandans. Vilborg hefur einstaklega næmt formskyn og fágar ljóð sín þangað til þau segja nákvæmlega það sem hún vill að þau segi og á rétt- an hátt. Yrkisefni hennar eru tilfinningar milli manna, ást milli foreldra og barna, systkinaást, ástir karls og konu í sælu og kvöl, ást manna til náttúr- unnar og lífsins. Fyrsta ljóðabók Vilborgar kom út 1960 og heitir Laufið á trjánum. Dvergliljur komu 1968 og Kyndilmessa 1971. Arið 1981 gaf hún þær allar út í safni undir nafninu Ljóð, ásamt ljóðum sem hún hafði birt í blöðum og tímaritum frá því að Kyndilmessa kom út og mynda eiginlega sérstakt ljóðakver. Síðan Ljóð komu út hafa birst mörg ný ljóð eftir Vilborgu, eink- um í þessu Tímariti, sem löngum hefur verið vettvangur hennar, en líka í tímaritinu Storð og víðar. Meginviðfangsefni okkar í þessu viðtali er skáldskapur Vilborgar, en rætur hans liggja austarlega - og djúpt - og erfitt er að skilja ljóð hennar til fulls nema grafast fyrir um þær, svo að við byrjum á byrjuninni. Orðið tjörn hefur merkingu „Ég er fædd 1930,18. júlí, á Hjalla á Vestdalseyri í Seyðisfirði. Vestdalseyri var hluti af Seyðisfjarðarkaupstað en var samt þorp út af fyrir sig. Það er mikið landslag á Seyðisfirði, mikil fjöll og brött og Bjólfurinn klýfur kaup- staðinn. Leiðin verður dálítið löng frá Vestdalseyri inn á Oldu þar sem að- alkaupstaðurinn er. Bjólfurinn er brattur og safnar í sig miklum snjó og gerði það að verkum að leiðin á milli lokaðist oft á veturna, nema við gát- um farið sjóleiðina á skektum - árabátum. Þegar Þorsteinn Erlingsson skrifaði um Seyðisfjörð aldamótaárið þá fannst honum fríðast á Vestdals- eyri, eins og hann orðar það, og „þar búa Islendingarnir". Um leiðina þangað út eftir frá kaupstaðnum segir hann: „. . .og eru öræfi á milli.“ Þess vegna þróaðist dálítið sérstök menning á Vestdalseyri, og þegar ég man eft- ir mér - ég er númer níu í tólf barna hópi - þá er þarna ennþá krakkaskari og talsvert þorp og þorpsmenningin blómstrandi." í barnabókinni Bogga á Hjalla er á saurblöðum yfirlitsmynd af Vestdals- eyri árið sem Vilborg fæddist. Anna Cynthia Leplar teiknaði myndina eftir ljósmynd Eyjólfs Jónssonar. A henni sést Hjalli ekki. Hann er fjær sjónum, við Hjallaveg 7, en sá vegur var reyndar aldrei lagður. Hann náði að hús- 408
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.