Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 10
Tímarit Máls og menningar
í ljóðum Vilborgar hafa konur og böm fengið mál og rödd sem hljómar
vítt um kring. Þó eru ljóðin persónuleg, hrífandi einlæg og koma mjög
nærri lesanda sínum. Pólitísk áhugamál hennar koma sjaldan fram í Ijóðun-
um, konur fylkja ekki liði þar undir kröfuspjöldum, miklu fremur eru þær
einar í hugarheimi sínum, jafnvel einmana, og gera ekki kröfur nema til
skilnings lesandans. Vilborg hefur einstaklega næmt formskyn og fágar ljóð
sín þangað til þau segja nákvæmlega það sem hún vill að þau segi og á rétt-
an hátt. Yrkisefni hennar eru tilfinningar milli manna, ást milli foreldra og
barna, systkinaást, ástir karls og konu í sælu og kvöl, ást manna til náttúr-
unnar og lífsins.
Fyrsta ljóðabók Vilborgar kom út 1960 og heitir Laufið á trjánum.
Dvergliljur komu 1968 og Kyndilmessa 1971. Arið 1981 gaf hún þær allar út
í safni undir nafninu Ljóð, ásamt ljóðum sem hún hafði birt í blöðum og
tímaritum frá því að Kyndilmessa kom út og mynda eiginlega sérstakt
ljóðakver. Síðan Ljóð komu út hafa birst mörg ný ljóð eftir Vilborgu, eink-
um í þessu Tímariti, sem löngum hefur verið vettvangur hennar, en líka í
tímaritinu Storð og víðar.
Meginviðfangsefni okkar í þessu viðtali er skáldskapur Vilborgar, en
rætur hans liggja austarlega - og djúpt - og erfitt er að skilja ljóð hennar til
fulls nema grafast fyrir um þær, svo að við byrjum á byrjuninni.
Orðið tjörn hefur merkingu
„Ég er fædd 1930,18. júlí, á Hjalla á Vestdalseyri í Seyðisfirði. Vestdalseyri
var hluti af Seyðisfjarðarkaupstað en var samt þorp út af fyrir sig. Það er
mikið landslag á Seyðisfirði, mikil fjöll og brött og Bjólfurinn klýfur kaup-
staðinn. Leiðin verður dálítið löng frá Vestdalseyri inn á Oldu þar sem að-
alkaupstaðurinn er. Bjólfurinn er brattur og safnar í sig miklum snjó og
gerði það að verkum að leiðin á milli lokaðist oft á veturna, nema við gát-
um farið sjóleiðina á skektum - árabátum. Þegar Þorsteinn Erlingsson
skrifaði um Seyðisfjörð aldamótaárið þá fannst honum fríðast á Vestdals-
eyri, eins og hann orðar það, og „þar búa Islendingarnir". Um leiðina
þangað út eftir frá kaupstaðnum segir hann: „. . .og eru öræfi á milli.“ Þess
vegna þróaðist dálítið sérstök menning á Vestdalseyri, og þegar ég man eft-
ir mér - ég er númer níu í tólf barna hópi - þá er þarna ennþá krakkaskari
og talsvert þorp og þorpsmenningin blómstrandi."
í barnabókinni Bogga á Hjalla er á saurblöðum yfirlitsmynd af Vestdals-
eyri árið sem Vilborg fæddist. Anna Cynthia Leplar teiknaði myndina eftir
ljósmynd Eyjólfs Jónssonar. A henni sést Hjalli ekki. Hann er fjær sjónum,
við Hjallaveg 7, en sá vegur var reyndar aldrei lagður. Hann náði að hús-
408