Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 18
Tímarit Máls og menningar Kommarnir skreyttu bæinn og hengdu alls staðar upp rauða fána, og nokkru fyrir hádegi kom strákur sem ég kannaðist við, Valur í Holti, til að draga upp fánana við sundlaugina sem var rétt hjá þar sem ég bjó, bara hin- um megin við götuna. Þá kom eitthvað yfir mig. Eg fór til hans og spurði hvort ég mætti ekki draga upp fánana. Og ég dró upp alla rauðu fánana. Það gerðist eitthvað innra með mér líka við þetta. Mér fannst ég vera að fremja athöfn sem skipti máli - ekki fyrir bæinn heldur fyrir mig pers- ónulega. Um kvöldmatinn skrepp ég með vinkonu minni til konu í næsta húsi til að láta spá fyrir okkur. Hún spáir í bolla fyrir okkur og segir við mig: „Það er svo skrítið, Vilborg, að þú gengur um og ert að kveðja alla!“ Þegar ég kem heim frá spákonunni er búið að læsa húsinu, búið að læsa alls staðar. Konan var í svo illu skapi að hún var búin að læsa mig úti! Eg stóð þarna í vandræðum, kápulaus og læst úti og vissi ekki hvað ég átti að gera. Það var þarna maður sem var tíu árum eldri en ég og mér fannst auðvitað kall, en hann var skotinn í mér og vildi endilega eiga mig. Ég hafði bara hlegið að honum, en þegar ég stóð þarna á götunni þá varð það úr að ég fór til hans og sagði honum frá þessu. Hann sagði mér að fara á ballið og ég fór með stelpunum. Eftir ballið bauðst hann til að aka mér til móðursystur minnar inni í sveitinni, og hann var svo kurteis og góður að hann sagði mér að hafa vinkonur mínar með mér: „Eg ætlast ekki til að þú farir ein með mér í bílnum,“ sagði hann. Eg beið svo á heypoka úti í fjósi alla nóttina þangað til bróðir minn, sem þarna var í fóstri, kom í fjósið um morguninn, þá laumaðist ég í rúmið hans. Eg fór aldrei aftur til þessara húsbænda minna, en síðan blakta rauðu fánarnir yfir lífi mínu. Eg var um tíma hjá móðursystur minni en fékk svo vinnu í Kaupfélagi Austfjarða á Seyðisfirði fyrir tilverknað Friðjóns Stefánssonar. Eg átti ekki að fá vinnuna, því fjölskylda mín varð fyrir mikilli tortryggni um þessar mundir. Aður en ég var send til Norðfjarðar höfðu þrjár systur mínar dáið úr berklum á nokkrum mánuðum og það vildi enginn ráða okkur í vinnu heima. En þetta starf fékk ég. Áður en ég fór til Seyðisfjarðar hitti ég bjargvætt minn frá 1. maí og sagði honum hvert ég væri að fara. Hann tók í höndina á mér að skilnaði og sagði: „Nú verður þú fallegasta stúlkan á Seyðisfirði.“ Þessum orðum hef ég ekki gleymt. Eg var aftur á leið út í óvissu, og þessi hlýlegu kveðju- orð gáfu mér sjálfstraust sem ég hafði mikla þörf fyrir og sögðu mér á elskulegan hátt að ég ætti lífið framundan. 416
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.