Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 22
Tímarit Máls og menningar eða mýs. Mig langar niður til þeirra og strjúka þeim. Yrkisefnið er út af fyrir sig ákaflega hversdagslegt en ég reyni að ná mynd- inni skýrri, og tilfinningunni.“ Yfirleitt ertu opinská í Ijóðum þínum og segir þinn hug, en í „Leyndar- máli“ gefurðu eitthvað í skyn sem þú segir ekki til fulls. Ég bý yfir leyndarmáli sem ég fel vandlega líka fyrir þér vinur minn. Þetta leyndarmál er sannleikurinn um lífið og mig. . . „Þegar ég yrki þetta ljóð er ég um það bil 25 ára og kveikjan að því var draumur sem ég gat ekki komið í ljóð. Mig dreymdi að ég stóð fyrir fram- an spegilinn og var að spegla mig og ég sá sjálfa mig í speglinum og fann fyrir einhverjum óþægindum. Eg opnaði munninn og lyfti tungunni og þá sé ég að undan tungurótunum kemur fram ormshöfuð. Ormurinn horfir á mig og ég reyni að grípa um hann til að taka hann út úr mér. Þá finn ég að það er bara höfuðið sem ég næ taki á, og þegar hann rykkti sér til fann ég að rætur hans lágu alveg niður í báða fætur. Ormurinn lá um mig alla. Draumurinn var ekki lengri en hann var ákaflega sterkur. Þegar ég var barn þá hugsaði ég mér oft að ég væri Gunnlaugur ormstunga. Ég var með þykkt og mikið hár þegar ég var stelpa, en ég lét klippa mig stutt í hnakk- ann og hafði síðan topp eins og ég ímyndaði mér að Gunnlaugur hefði ver- ið klipptur. Eftir þennan draum fannst mér að ég feldi orm undir tungunni án þess að nokkur vissi, og ég kæmi ekki fram sem sú sem ég væri. Það sem knúði á þetta ljóð var að gera draumaheiminn að veruleika, éins og ég sagði áðan, en líka að reyna að tjá sjálfa mig eins og ég var. Því mér fannst fólk ekki sjá mig eins og ég var. Ég var alltaf að fela eitthvað og falsa. Það er leyndar- málið í þessu ljóði. Þegar ég segist hafa „rakið lýgina frá rótum“ þá er ég að reyna að lýsa tilfinningunni af að finna fyrir orminum niður í fætur.“ Býr svona saga á bak við öll Ijóðinf „Það hugsa ég.“ Þetta er eins og að finna fjársjóð! Myndmálið í Laufinu á trjánum er sérkennilega kynhundið. Karlkynið er vindurinn sem kemur og fer, það sem beitir ofbeldi, dauðinn; kvenkynið er laufið á trjánum, það sem er, sektarkenndin og upprisan. Var þetta meðvit- að Ijóðmál? 420 j
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.