Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 22
Tímarit Máls og menningar
eða mýs. Mig langar niður til þeirra
og strjúka þeim.
Yrkisefnið er út af fyrir sig ákaflega hversdagslegt en ég reyni að ná mynd-
inni skýrri, og tilfinningunni.“
Yfirleitt ertu opinská í Ijóðum þínum og segir þinn hug, en í „Leyndar-
máli“ gefurðu eitthvað í skyn sem þú segir ekki til fulls.
Ég bý yfir leyndarmáli sem ég fel vandlega
líka fyrir þér vinur minn.
Þetta leyndarmál er sannleikurinn
um lífið og mig. . .
„Þegar ég yrki þetta ljóð er ég um það bil 25 ára og kveikjan að því var
draumur sem ég gat ekki komið í ljóð. Mig dreymdi að ég stóð fyrir fram-
an spegilinn og var að spegla mig og ég sá sjálfa mig í speglinum og fann
fyrir einhverjum óþægindum. Eg opnaði munninn og lyfti tungunni og þá
sé ég að undan tungurótunum kemur fram ormshöfuð. Ormurinn horfir á
mig og ég reyni að grípa um hann til að taka hann út úr mér. Þá finn ég að
það er bara höfuðið sem ég næ taki á, og þegar hann rykkti sér til fann ég
að rætur hans lágu alveg niður í báða fætur. Ormurinn lá um mig alla.
Draumurinn var ekki lengri en hann var ákaflega sterkur. Þegar ég var
barn þá hugsaði ég mér oft að ég væri Gunnlaugur ormstunga. Ég var með
þykkt og mikið hár þegar ég var stelpa, en ég lét klippa mig stutt í hnakk-
ann og hafði síðan topp eins og ég ímyndaði mér að Gunnlaugur hefði ver-
ið klipptur.
Eftir þennan draum fannst mér að ég feldi orm undir tungunni án þess
að nokkur vissi, og ég kæmi ekki fram sem sú sem ég væri. Það sem knúði
á þetta ljóð var að gera draumaheiminn að veruleika, éins og ég sagði áðan,
en líka að reyna að tjá sjálfa mig eins og ég var. Því mér fannst fólk ekki sjá
mig eins og ég var. Ég var alltaf að fela eitthvað og falsa. Það er leyndar-
málið í þessu ljóði. Þegar ég segist hafa „rakið lýgina frá rótum“ þá er ég að
reyna að lýsa tilfinningunni af að finna fyrir orminum niður í fætur.“
Býr svona saga á bak við öll Ijóðinf
„Það hugsa ég.“
Þetta er eins og að finna fjársjóð!
Myndmálið í Laufinu á trjánum er sérkennilega kynhundið. Karlkynið er
vindurinn sem kemur og fer, það sem beitir ofbeldi, dauðinn; kvenkynið er
laufið á trjánum, það sem er, sektarkenndin og upprisan. Var þetta meðvit-
að Ijóðmál?
420
j