Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 23
Andlit í djúpinu, brosandi „Nei. Hins vegar var það afskaplega meðvitað þegar ég breyttist í kven- mann. Eg hafði einhvern veginn aldrei hugsað mér að ég yrði kvenmaður. Eg hafði heldur ekkert hugsað mér að ég yrði karlmaður, þó miklu frekar. Mig langaði aldrei til að leika Ófelíu þegar ég var í leiklistarskóla, mig lang- aði alltaf til að leika Hamlet. Samt hef ég aldrei haft hómósexúelar kenndir. Þegar ég fór að hafa einhverjar kenndir þá voru þær fyrst og fremst kven- legar. Afskaplega kvenlegar. Eg elskaði karlmenn mikið. En sálin í mér var svona.“ Það sem kemur fram í Ijóðunum er þá togstreitan í huga þínum þegar þú horfist í augu við að þú ert kona. „Já, mig langaði ekki til að fá sítt hár og brjóst. Það var dálítið mikið áfall.“ En þetta þurftirðu að sætta þig við. „Já, ég þroskaðist og varð stúlka. Eg varð ástfangin og það sem mestu máli skipti: ég eignaðist barn, son. Eg trúði því ekki fyrr en ég sá hann. Það breytti mér. Eftir það fannst mér ég fullsæmd af því hlutskipti að vera kona.“ Hamingjan er draumur, hvíld, mjúklát nótt í Laufinu á trjánum, óham- ingjan er andvakan, að vera vakin, óróleiki dagsins. Þú ert kommúnisti og haráttumaður en í Ijóðum þínum elskarðu nóttina meira en daginni ,,„Eg hef horft í dökkt auga andvökunnar / langa nótt hef ég hrópað í bergmálslaust tómið. . .“ segir í „Jakobsglímu". Eg var ákaflega trúuð sem barn, hafði náið samband við guð og það skipti mig miklu máli. En ég hafnaði guði. Það speglast að nokkru í þessu ljóði - tómið, geimurinn er guðlaus. En það kemur alltaf á móti að þó að ég hafni honum þá hef ég þekkt hann, og því er ekki hægt að gleyma." í Laufinu er einstaka pólitískt Ijóð en ekki úr baráttu dagsins heldur séð frá barnsvöggunni, tengd börnum og náttúru. Ortirðu einhvern tíma öðru- vísi baráttuljóð þó að þú birtir þau ekki? „Nei, ég hef aldrei sest niður og samið ljóð til að tjá ákveðna skoðun, heldur hefur ljóðið komið til mín, sem mynd, hugmynd, upplifun sem ég hef síðan glímt við, oft mjög lengi, að koma í orð. Það hafa kviknað mynd- ir í mínum huga sem hafa haft kjarna pólitískrar hugsunar en það hefur ekki verið um að ræða neitt dogma. Ég hef skrifað greinar um skoðanir mínar en þær hafa ekki leitað í Ijóðin mín. Mig hefur alltaf langað til að læra, bara læra allt, og stundum hef ég veigrað mér við að skrifa eitthvað af því að mér hefur ekki fundist að ég hefði nógu gott vit á því. Þess vegna hef ég flúið inn í það að tala út frá sjónarmiði þess sem horfir á heiminn eins og barn. Þannig hef ég getað tjáð það sem er í mínu valdi að segja." 421
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.