Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 23
Andlit í djúpinu, brosandi
„Nei. Hins vegar var það afskaplega meðvitað þegar ég breyttist í kven-
mann. Eg hafði einhvern veginn aldrei hugsað mér að ég yrði kvenmaður.
Eg hafði heldur ekkert hugsað mér að ég yrði karlmaður, þó miklu frekar.
Mig langaði aldrei til að leika Ófelíu þegar ég var í leiklistarskóla, mig lang-
aði alltaf til að leika Hamlet. Samt hef ég aldrei haft hómósexúelar kenndir.
Þegar ég fór að hafa einhverjar kenndir þá voru þær fyrst og fremst kven-
legar. Afskaplega kvenlegar. Eg elskaði karlmenn mikið. En sálin í mér var
svona.“
Það sem kemur fram í Ijóðunum er þá togstreitan í huga þínum þegar þú
horfist í augu við að þú ert kona.
„Já, mig langaði ekki til að fá sítt hár og brjóst. Það var dálítið mikið
áfall.“
En þetta þurftirðu að sætta þig við.
„Já, ég þroskaðist og varð stúlka. Eg varð ástfangin og það sem mestu
máli skipti: ég eignaðist barn, son. Eg trúði því ekki fyrr en ég sá hann. Það
breytti mér. Eftir það fannst mér ég fullsæmd af því hlutskipti að vera
kona.“
Hamingjan er draumur, hvíld, mjúklát nótt í Laufinu á trjánum, óham-
ingjan er andvakan, að vera vakin, óróleiki dagsins. Þú ert kommúnisti og
haráttumaður en í Ijóðum þínum elskarðu nóttina meira en daginni
,,„Eg hef horft í dökkt auga andvökunnar / langa nótt hef ég hrópað í
bergmálslaust tómið. . .“ segir í „Jakobsglímu". Eg var ákaflega trúuð sem
barn, hafði náið samband við guð og það skipti mig miklu máli. En ég
hafnaði guði. Það speglast að nokkru í þessu ljóði - tómið, geimurinn er
guðlaus. En það kemur alltaf á móti að þó að ég hafni honum þá hef ég
þekkt hann, og því er ekki hægt að gleyma."
í Laufinu er einstaka pólitískt Ijóð en ekki úr baráttu dagsins heldur séð
frá barnsvöggunni, tengd börnum og náttúru. Ortirðu einhvern tíma öðru-
vísi baráttuljóð þó að þú birtir þau ekki?
„Nei, ég hef aldrei sest niður og samið ljóð til að tjá ákveðna skoðun,
heldur hefur ljóðið komið til mín, sem mynd, hugmynd, upplifun sem ég
hef síðan glímt við, oft mjög lengi, að koma í orð. Það hafa kviknað mynd-
ir í mínum huga sem hafa haft kjarna pólitískrar hugsunar en það hefur
ekki verið um að ræða neitt dogma. Ég hef skrifað greinar um skoðanir
mínar en þær hafa ekki leitað í Ijóðin mín.
Mig hefur alltaf langað til að læra, bara læra allt, og stundum hef ég
veigrað mér við að skrifa eitthvað af því að mér hefur ekki fundist að ég
hefði nógu gott vit á því. Þess vegna hef ég flúið inn í það að tala út frá
sjónarmiði þess sem horfir á heiminn eins og barn. Þannig hef ég getað tjáð
það sem er í mínu valdi að segja."
421