Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 27
Andlit í djúpinu, brosandi
jafnvægi. Eg þarf að skrifa ljóðið aftur og aftur þangað til jafnvægið finnst
og ég finn það með því að segja hlutinn aftur og aftur við sjálfa mig. Þannig
kemur endurtekningin inn í ljóðin. Eg get verið afskaplega lengi með ljóð,
jafnvel mörg ár.“
Ég hef d tilfinningunni að Kyndilmessa sé annars konar áfangi en fyrri
bækumar, er það vitleysa?
„Nei, það er alveg rétt. Hún kemur út 1971 og það gerðist margt um það
leyti eins og þú veist. Eg hafði líka farið nokkrum sinnum til Tékkóslóv-
akíu, og þó að ég lærði aldrei tékknesku þá fylgdist ég með öllu sem var að
gerast þar. Eg kynntist skáldskapnum og hræringunum í landinu gegnum
ýmis rit á ensku og Helenu Kadeskovu vinkonu mína. Eg kynntist Miros-
lav Holub og ef það er rétt sem ég las í sænsku blaði þá varð ég fyrst til að
kynna skáldskap hans á Norðurlöndum; hann hafði mikil áhrif á mig.
Onnur ljóð líka sem ég las, til dæmis Imbrudagar og Dymbilvaka Hannes-
ar Sigfússonar sem ég var ákaflega hrifin af. Svo las ég líka Eliot sjálfan,
Öskudaginn hans, Ash Wednesday, og The Waste Land. Ég þekkti vel alla
Birtingsmennina, og Stefán Hörður var vinur minn og kenndi mér margt. I
Kyndilmessu reyndi ég markvisst að vinna úr þessu safni áhrifa.“
Þá ertu líka komin með þinn eigin stíl og getur gert það sjálfstætt. Var
Kyndilmessu tekið öðruvísi en hinum bókunum?
„Henni var ágætlega tekið. Ragnar í Smára gaf hana út og dóttir hans,
Erna, gerði þessa gullfallegu kápumynd. Ég skrifaði sjálf baksíðutextann.
Upphaflega hafði ég ætlað að skrifa smásögu um Kyndilmessuna, þegar
sólin kom heima, og nota í hana alveg ákveðið atvik. Það var búið að sækja
á mig árum saman en ég kom því aldrei í ljóð.
Svo var það fyrsta desember að ég lá í rúminu, iasin. Þorgeir var ekki
heima; hann var oft að gera kvikmyndir á þessum árum. Þá kom ljóðið
Kyndilmessa til mín. Allt öðruvísi en allt sem ég var búin að hugsa. Ég
hafði einhversstaðar lesið eina setningu um Kyndilmessuna, líklega í alm-
anaki: Kyndilmessa er 2. febrúar. Þá var vígt ljósmeti í kirkjur landsins. Ég
vissi ekkert um Kyndilmessu annað en þetta og að þá kom sólin heima á
Hjalla.
En þegar ljóðið kemur til mín þá var það alveg eins og það er í bókinni.
Ég felldi aðeins niður einn kafla af því að ég kom honum ekki almennilega
saman. Hann byrjaði svona: „I grafhýsi Leníns brunnu engin kerti.“ Ég
hafði ekki fengið að skoða grafhýsið þegar ég var í Moskvu af því að það
var lokað, og mér fannst ég ekki geta sagt hvernig var í grafhýsi Leníns úr
því að ég hafði ekki komið þangað inn.
Ég hugsaði mér ljóðið að einhverju leyti sem kaþólska messu, byggða
upp í fimm köflum með trúarjátningu og blessunarorðum. Svo kemur kafl-
425