Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Qupperneq 27
Andlit í djúpinu, brosandi jafnvægi. Eg þarf að skrifa ljóðið aftur og aftur þangað til jafnvægið finnst og ég finn það með því að segja hlutinn aftur og aftur við sjálfa mig. Þannig kemur endurtekningin inn í ljóðin. Eg get verið afskaplega lengi með ljóð, jafnvel mörg ár.“ Ég hef d tilfinningunni að Kyndilmessa sé annars konar áfangi en fyrri bækumar, er það vitleysa? „Nei, það er alveg rétt. Hún kemur út 1971 og það gerðist margt um það leyti eins og þú veist. Eg hafði líka farið nokkrum sinnum til Tékkóslóv- akíu, og þó að ég lærði aldrei tékknesku þá fylgdist ég með öllu sem var að gerast þar. Eg kynntist skáldskapnum og hræringunum í landinu gegnum ýmis rit á ensku og Helenu Kadeskovu vinkonu mína. Eg kynntist Miros- lav Holub og ef það er rétt sem ég las í sænsku blaði þá varð ég fyrst til að kynna skáldskap hans á Norðurlöndum; hann hafði mikil áhrif á mig. Onnur ljóð líka sem ég las, til dæmis Imbrudagar og Dymbilvaka Hannes- ar Sigfússonar sem ég var ákaflega hrifin af. Svo las ég líka Eliot sjálfan, Öskudaginn hans, Ash Wednesday, og The Waste Land. Ég þekkti vel alla Birtingsmennina, og Stefán Hörður var vinur minn og kenndi mér margt. I Kyndilmessu reyndi ég markvisst að vinna úr þessu safni áhrifa.“ Þá ertu líka komin með þinn eigin stíl og getur gert það sjálfstætt. Var Kyndilmessu tekið öðruvísi en hinum bókunum? „Henni var ágætlega tekið. Ragnar í Smára gaf hana út og dóttir hans, Erna, gerði þessa gullfallegu kápumynd. Ég skrifaði sjálf baksíðutextann. Upphaflega hafði ég ætlað að skrifa smásögu um Kyndilmessuna, þegar sólin kom heima, og nota í hana alveg ákveðið atvik. Það var búið að sækja á mig árum saman en ég kom því aldrei í ljóð. Svo var það fyrsta desember að ég lá í rúminu, iasin. Þorgeir var ekki heima; hann var oft að gera kvikmyndir á þessum árum. Þá kom ljóðið Kyndilmessa til mín. Allt öðruvísi en allt sem ég var búin að hugsa. Ég hafði einhversstaðar lesið eina setningu um Kyndilmessuna, líklega í alm- anaki: Kyndilmessa er 2. febrúar. Þá var vígt ljósmeti í kirkjur landsins. Ég vissi ekkert um Kyndilmessu annað en þetta og að þá kom sólin heima á Hjalla. En þegar ljóðið kemur til mín þá var það alveg eins og það er í bókinni. Ég felldi aðeins niður einn kafla af því að ég kom honum ekki almennilega saman. Hann byrjaði svona: „I grafhýsi Leníns brunnu engin kerti.“ Ég hafði ekki fengið að skoða grafhýsið þegar ég var í Moskvu af því að það var lokað, og mér fannst ég ekki geta sagt hvernig var í grafhýsi Leníns úr því að ég hafði ekki komið þangað inn. Ég hugsaði mér ljóðið að einhverju leyti sem kaþólska messu, byggða upp í fimm köflum með trúarjátningu og blessunarorðum. Svo kemur kafl- 425
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.