Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 28
Tímarit Máls og menningar
inn um að ganga um með ljós í hendi. Þegar ég fór að leita mér upplýsinga
á eftir þá komst ég að því að þetta ætti einmitt að gera, það væri hluti af
messunni að ganga um húsið með ljós í hendi. Eg vissi það ekki fyrir."
En þú ert að ganga nm þinn eigin huga í Ijóðinu og lýsa upp minningam-
ar. . .
„Já, þess vegna stendur:
ó gamlar myndir
í dimmum hugarfylgsnum
ljós hef ég kveikt
ljós í hverju skoti ljós í leyndustu sálarkimum
með ljós í hendi geng ég um húsið.
I rauninni er ég að lýsa upp minn eigin hug, mína kvenlegu reynslu.
Það kom til mín sem mynd, algerlega sem skáldsýn, þetta ljóð.
Margir hafa álasað mér fyrir að vilja syngja sálumessu fyrir Lenín og
sálumessu fyrir Stalín í lokakaflanum þar sem ég hitti Onnu Akhmatovu í
kirkjugarðinum, en reyndar er það vísun í ljóð hennar. Eg hafði eignast
ljóð Onnu á ensku, bókin heitir Requiem, Sálumessa, og þar lýsir hún öllu
því sem Stalín gerði. Þá var búið að drepa manninn hennar og sonur hennar
var í fangelsi. I ljóðinu mínu skín tunglið - tákn dauðans - á einmanaleika
hennar, en ég tek við kertinu af henni til að kveikja á því aftur. Við getum
ekki þvegið hendur okkar af því sem Stalín gerði. Eg get ekki sagt: ég var
saklaus og vissi ekki neitt. Eg var kommúnisti og ég verð að horfast í augu
við þá sáru reynslu sem blasir við öllum kommúnistum. Það væri kannski
freistandi að strika yfir Stalín ef ég gæfi þetta ljóð út aftur, en samt myndi
ég ekki gera það.“
Finnst þér að þú hafir hlotið almenna viðurkenningu með Kyndilmessu,
ekki bara viðurkenningu skáldsystkina þinnaf
„Eg veit það ekki. Eg fékk verðlaunin úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarps-
ins eftir að Kyndilmessa kom út og það var sjálfsagt mikill heiður. En ég
hafði miklu meira á tiifinningunni að ég væri viðurkennd fyrir það sem ég
hafði skrifað fyrir börn og það sem ég hafði lesið í útvarpið og svona. Eg
verð ennþá feimin þegar skólafólk kemur til mín og er að skrifa ritgerðir
um ljóðin mín. Þó hafa verið tekin eftir mig ljóð í ýmis safnrit, Jóhannes úr
Kötlum valdi til dæmis eftir mig í Litlu skólaljóðin.“
Áreiðanlega hefðu margir húist við því 1971 að þú g<efir út Ijóð um
kvennabaráttu.
„Já, en þarna kemur enn að því sama. Eg fékk útrás fyrir hugsjónir mínar
426