Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 40
Tímarit Máls og menningar sín fyrstu orð á íslensku í langan tíma, eða alveg frá því að hann æpti andlátsorðin að þrælbeininu honum Arna beisk í kjallaragöngunum forðum daga. „Vænti ek“ - sagði hann - „at þú en væna griðka berir mér kaffi- drykk þann enn ágæta frá Asíá.“ Og hann bætti við þegar hún ans- aði honum engu en starði dolfallin á hann: „Ek em maðr þorsta- fullr.“ Svo kleip hann hana í rassinn eins og siður var að votta geng- ilbeinum hlýhug sinn meðan hann var og hét. „Kvudn andskotann. . - æpti stúlkan og sló hann utanundir með borðtuskunni og flýtti sér burt. „Það situr þarna fullur út- lendingur“ - sagði hún við rauðhærðu stúlkuna - „ég held það sé Færeyingur.“ Rauðhærða stúlkan leit rannsakandi á Snorra og rútubílstjórinn kíkti yfir Moggann frá í gær. Snorri strauk sér um vangann og reyndi að láta sem ekkert væri, en hann ákvað að taka betur eftir hvað aðrir segðu og gerðu. Svo var skyndilega allt orðið fullt af fólki, alls kyns fólki með töskur og poka, og fyrr en varði var komin svo mikil ös við kaffi- barinn að það var ómögulegt fyrir Snorra að nema neitt af því sem þar fór fram. Hann skildi því töskuna sína eftir við borðið og stillti sér upp í röðina. Því það þóttist hann skilja að afgreiðsla hér fór hvorki eftir eign né staðfestu, heldur því hvenær fólk kom. Þetta var þó ekki með öllu einhlítt því nokkrum tókst greinilega að þoka sér fram fyrir náunga sinn. Meginreglan virtist þó vera sú að fólk var af- greitt eftir röð. Þegar Snorri þokaðist nær afgreiðslustúlkunum reyndi hann að finna út hvað hann skyldi segja, en það sem hann heyrði var honum þó með öllu óskiljanlegt. Eyru hans námu einungis uml og upp- hrópanir: „Ekketta! Ettadna! Dekki mjólkída? E viddliggi me pulsu, mamma. E viddlme ost! Ekketta! Ettadna! Ettadna!" Honum var þetta tal alveg óskiljanlegt, en hann sá að fólk benti gjarnan og pat- aði í átt til þess sem það vildi fá og þegar hann loksins var kominn að afgreiðsluborðinu þá benti hann á kaffivélina og á stóra brauð- sneið með einhverju keti á. Það vissi hann þó alltaf hvað var. Ljós- hærða afgreiðslustúlkan leit dálítið tortryggin á hann en ákvað svo að vera ekkert að erfa við hann rassklipið og lét hann fá það sem 438
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.