Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 49
Snorratorrek
„Ha?“ - sagði presturinn og skildi hann ekki.
„Hver er fjándi sjá enn rassragi" - sagði Snorri og benti á Snorra-
styttuna. „Who is that motherfucking bastard?“ - bætti hann við
svo að ekkert færi á milli mála.
Brosið datt af prestinum, hún lést hvorki heyra hann né skilja.
„Þarna átt þú að búa“ - sagði hún og benti á húsaþyrpingu sem stóð
þar fjær og togaði Snorra burt frá styttunni.
En Snorri var forvitinn og stakk við fótum, eitthvað stóð á stöpl-
inum, hann gekk nær og las. Snorri Sturluson 1179-1241 stóð þar. Þá
fauk í hann. „Mprgu hafit þér á mik logit“ - hvæsti hann og gnísti
tönnum. „En at skrimsl þat beri mitt heiti, þat er svívirða meiri en
svá at ek fái þolat!“
„Komdu nú“ - sagði presturinn og brosið var aftur komið á sinn
stað. - „Og hættu að tala eins og fornmaður. Við borðum klukkan
sjö og leggjum mikið upp úr stundvísi. Matsalurinn er þarna á hæð-
inni fyrir neðan.“
Snorri lét hana toga sig burt, en laumaðist til að líta um öxl og
senda styttunni illt auga. Svo fékk hann skynditilsögn í sögu staðarins.
„Hér andar sögunni úr hverju horni“ - byrjaði presturinn - „þótt
enginn hafi setið hér merkari en Snorri.“
Þetta líkaði honum að heyra.
„En þú hefur auðvitað komið hér áður og veist þetta allt?“
„Nei“ - laug Snorri af illri nauðsyn.
„Þá sýni ég þér kirkjuna mína og Sturlungareitinn og gröf Snorra.
Snorralaug og Snorragöng færðu að sjá eftir matinn.“
„Snorra hvat?“
„Snorralaugina og göngin! Veistu ekki hvað það er?“
„Nei.“
„Jú, sjáðu, Snorri var ákaflega hreinlátur maður og lét gera sér
laug úr grjóti og leiða í heitt vatn. Þar sat hann löngum og skrifaði,
eða þá að hann hugsaði og orti í lauginni."
Ekki kannaðist Snorri neitt við það en mótmælti þó ekki. Satt
best að segja var hann aldrei neinn vatnsköttur, en eftir að Skúli her-
togi hafði ávítað hann fyrir líkamsþef og hirðuleysi í klæðaburði
þegar hann var ungur maður og nýkominn að hirð hans, þá hafði
hann ávallt gætt þess að vera þokkalega til fara, amk. þegar hann var
erlendis.
447