Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 54
Tímarit Máls og menningar
Unglingarnir hentu sér æpandi yfir matinn og presturinn jós súpu
í diska borðnauta sinna. Hún reyndi að halda uppi samræðum við
Snorra, en hann gat engu svarað nema einsatkvæðisorðum og var
svo kindarlegur að hún gafst upp og fór að ræða við samkennara
hans með sköllótta barnshöfuðið um hesta.
Snorri heyrði útundan sér að hann átti marga hesta, elskaði hesta
og talaði linnulaust um hesta uns borðhaldinu lauk.
„Líttu við hjá mér eftir vígslu," sagði presturinn við Snorra þegar
þau risu frá borðum. „Eg skal hafa heitt á könnunni handa þér.“
Snorri umlaði eitthvað óskiljanlegt á móti og barst með straumn-
um út á hlað. Það var orðið dimmt úti en heiðskírt og stjörnubjart.
Yfir austurfjöllum reis fullt tungl og glóði á hjarn og ísa. Hann ætl-
aði að fara að þoka sér áleiðis heim í húsið sitt þegar hann uppgötv-
aði að hann var staddur mitt í unglingaþvögu sem hann komst ekki
út úr. Hann fann örvæntinguna læsast um sig og fór að brjótast um,
en margar hendur gripu í hann og héldu honum föstum. Svo var
hann dreginn niður nokkrar tröppur og meðfram skólahúsinu,
skyndilega stóð hann á bakka hringlaga þróar sem var full af heitu
vatni. Tunglið skældi sig framan í hann undir gáruðu yfirborði
þróarvatnsins, á botninum glitti í nokkra smápeninga og flösku-
tappa sem ferðalangar sumarsins höfðu hent þarna, líklega af því að
engin önnur ruslafata var tiltæk. Plastpoki með bláum stöfum sem
myndaði orðin Keflavik Iceland maraði í hálfu kafi í þrónni, það var
loft í öðru horni hans svo að hann gat ekki sokkið.
„Er Danni kominn?“ - æpti einhver.
„Já, ég er kominn" - kallaði rútusöngvarinn og kleif upp á dyra-
kamb sem reis andspænis Snorra þar sem honum var haldið á
þróarbarminum. I hönd sér hafði hann nakið sverð sem hann brá á
loft. Það sýndist næstum blátt í tunglskininu. „Já, ég er kominn“ -
kallaði hann aftur - „útí með hann!“
Unglingarnir hentu Snorra í þróna. Það var svo óvænt, að hann
reyndi ekki einu sinni að veita mótspyrnu, hann rétt náði að koma
fyrir sig fótum, vatnið náði honum í mitt læri og var óþægilega heitt.
Unglingarnir góluðu og skræktu.
„Dýfiði honum í“ - æpti brandberinn á dyrakambinum og pataði
skyggðu sverðinu út í loftið.
Nokkrir unglingar óðu út í þróna til hans og það urðu snörp
452