Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 54
Tímarit Máls og menningar Unglingarnir hentu sér æpandi yfir matinn og presturinn jós súpu í diska borðnauta sinna. Hún reyndi að halda uppi samræðum við Snorra, en hann gat engu svarað nema einsatkvæðisorðum og var svo kindarlegur að hún gafst upp og fór að ræða við samkennara hans með sköllótta barnshöfuðið um hesta. Snorri heyrði útundan sér að hann átti marga hesta, elskaði hesta og talaði linnulaust um hesta uns borðhaldinu lauk. „Líttu við hjá mér eftir vígslu," sagði presturinn við Snorra þegar þau risu frá borðum. „Eg skal hafa heitt á könnunni handa þér.“ Snorri umlaði eitthvað óskiljanlegt á móti og barst með straumn- um út á hlað. Það var orðið dimmt úti en heiðskírt og stjörnubjart. Yfir austurfjöllum reis fullt tungl og glóði á hjarn og ísa. Hann ætl- aði að fara að þoka sér áleiðis heim í húsið sitt þegar hann uppgötv- aði að hann var staddur mitt í unglingaþvögu sem hann komst ekki út úr. Hann fann örvæntinguna læsast um sig og fór að brjótast um, en margar hendur gripu í hann og héldu honum föstum. Svo var hann dreginn niður nokkrar tröppur og meðfram skólahúsinu, skyndilega stóð hann á bakka hringlaga þróar sem var full af heitu vatni. Tunglið skældi sig framan í hann undir gáruðu yfirborði þróarvatnsins, á botninum glitti í nokkra smápeninga og flösku- tappa sem ferðalangar sumarsins höfðu hent þarna, líklega af því að engin önnur ruslafata var tiltæk. Plastpoki með bláum stöfum sem myndaði orðin Keflavik Iceland maraði í hálfu kafi í þrónni, það var loft í öðru horni hans svo að hann gat ekki sokkið. „Er Danni kominn?“ - æpti einhver. „Já, ég er kominn" - kallaði rútusöngvarinn og kleif upp á dyra- kamb sem reis andspænis Snorra þar sem honum var haldið á þróarbarminum. I hönd sér hafði hann nakið sverð sem hann brá á loft. Það sýndist næstum blátt í tunglskininu. „Já, ég er kominn“ - kallaði hann aftur - „útí með hann!“ Unglingarnir hentu Snorra í þróna. Það var svo óvænt, að hann reyndi ekki einu sinni að veita mótspyrnu, hann rétt náði að koma fyrir sig fótum, vatnið náði honum í mitt læri og var óþægilega heitt. Unglingarnir góluðu og skræktu. „Dýfiði honum í“ - æpti brandberinn á dyrakambinum og pataði skyggðu sverðinu út í loftið. Nokkrir unglingar óðu út í þróna til hans og það urðu snörp 452
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.