Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 61
Hugleidingar um aðferðafrœði inlegt og óskiljanlegt? Það er lífshagsmunamál fyrir stéttina að þessi þjóð viðurkenni að grunnframleiðslan sem við stundum sé nauðsynleg. Við lif- um ekki á fiski úr sjó einum saman, við þurfum að veiða menningarfiska og plokka úr þeim orma. En ef enginn vill éta harðfiska fræðanna fáum við af yngri kynslóð sem sjáum ekki fram á að fá stöðu við rannsóknir fyrr en við verðum ellibogin, ekkert lifibrauð og þurfum að finna okkur vinnu við eitthvað annað en grunnframleiðslu í menningunni. Þess vegna er okkar eina von að lifa og hugsa og skrifa í tengslum við raunveruleikann, skrifa fræðí sem einhver vill lesa. Og þó þau séu læsileg þurfa þau ekki að vera vond fræði. Undiralda þess hafróts sem ýfir skynjun mína svo ég hætti mannorði mínu með því að standa hér og nöldra, er söguleg. Aherslur samtímans í aðferðafræði íslenskra fræða eru hugmyndasögulegar. Einu sinni var heim- ur fyrir upplýsingaröld. Þá var skynjunin full af englum og púkum og stór- brotnu mynd- og líkingakerfi rótgróinnar vestrænnar menningar. Ævaforn heimsmynd kirkju, heimspeki og lista var við lýði, fögur, margræð og skemmtileg. Svo kom að því að menningin þurfti að verða skynsöm og vís- indaleg og við þurrkuðum og fægðum og ryksuguðum burt allt nema það sem augað sér. Fræði hættu smám saman að leyfa hugarflug og urðu gagn- tekin af þeim sannleika sem heilinn samþykkir að augað sjái. En eðli hug- myndasögunnar er að ganga í bylgjum og ráðast eins og sjávarföll á háflæði á gamlar hugmyndir sem þarf að uppræta. Upplýsingarmenn réðust á gömlu hugmyndirnar, sem vissulega var þörf á. Nú þegar tuttugasta öldin fer að renna út má spyrja sig hvort vísindahyggja hafi ekki full lengi verið einráð í heimspekilegum greinum, svo sem sagnfræði? Hvort frásagnarlist og heildarsýn persónusögu megi ekki aftur upp á pallborðið? Hvort ekki sé þörf á svari eða gagnverkan, ekki til að uppræta góð viðurkennd vísindaleg gildi, heldur til að hleypa kæti eða hugmyndaflugi að í fræðum sem eiga að heita heimspekileg? Við höfum öll hér samankomin verið gáfuð lítil börn og höfðum gaman að því að láta augljósa hluti vekja okkur undrun - spurðum í barna- heimsku: „Hver bjó til Guð? Hvernig getur heimurinn verið endalaus?" Og fengum svimakast af því hve dásamlega stór veröldin væri úr því jörðin er sandkorn á strönd í landi risa. Og þessar hugsanir voru skemmtilegar og ættu að fá að ná þroska með aldrinum. Með hjálp slíkra hugsana er hugsan- legt að koma auga á fjötra vanans. Við höfum gott af því að lyfta okkur upp fyrir þreytt landakort fræðanna þar sem allt rennur af vana sömu far- vegina. Við höfum gott af því að íhuga aðferðafræði. Islensk fræði teljast til sviðs heimspeki þótt þau hafi á síðustu áratugum hegðað sér náttúruvísindalega og áhrif pósitívisma orðið ráðandi. Rann- 459
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.