Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 73
Rúnar Helgi Vignisson (Herbergi -) leigjandi (Herbergi; stærb þess í réttu hlutfalli við hæð leigjandans . . .) Ætlaði að stytta sér leið í gegnum kirkjugarðinn. Treysta á tungl- ið þótt skýjafar væri. Hin leiðin svo óendanlega löng og hann átti af- ar erfitt með gang. Iljar hans nánast límdar við jörðina. Brjóst hans hófst með sogum og rykkjum, en súrefnið vildi ekki streyma niður í asmahrjáð lungun. Nú er stundin komin, hugsaði hann. En einhver korn leyndust í stundaglasinu enn; altént tókst honum að safna nægum kröftum til að opna kirkjugarðshliðið. Um leið skall svalur vindgustur á honum svo hann tók andköf. (. . . lítið herbergi í kjallara gamals og hrörlegs húss sem stóð til að rífa . . .) Gat mjakað sér inní garðinn með því að einbeita sér að öðrum fætinum í einu. Hundruð bautasteina blöstu við honum: sumir skakkir og skófóttir, aðrir teinréttir og tignarlegir. Betra að fara að venja sig við tilhugsunina, sagði hann við sjálfan sig; vissi þó mætavel að það tækist seint. Hann staulaðist áfram fet fyrir fet og stansaði með stuttu millibili til að kasta mæðinni og lesa á bautasteinana. Sum nafnanna höfðu verið honum tungutöm. Ætli maður fái nokkurn tíma yfir sig almennilegan stein, hugsaði hann þar sem hann stóð frammi fyrir gröf eins ættingja síns. Það gera það ekki allir jafn gott þótt komnir séu af Jóni Arasyni. En hverju skiptir það svosem; undir torfunni yrðu allir eins. Maðkarnir færu ekki í manngreinarálit. I þann mund hvarf máninn inní skýjaþykkni, hann sá ekki lengur á steinana og paufaðist af stað á ný. (. . . hann kallaði það skáp. Það er litlu stærra en skápur; líkara geymslu en mannabústað. Hvítmálaðir veggirnir löngu gulnaðir og málningin hér og hvar að flagna af. Köngulóar- vefur uppí einu horninu . . . ) Hann var kominn inní miðjan kirkjugarðinn. Kannski hann hefði það nú af þrátt fyrir allt. Ekki verður ófeigum í hel komið. Skyndilega brýst tunglið fram aftur og varpar ljósi á blakkar verur 471
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.