Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 75
(Herbergi -) leigjandi Uppástungur hríðskutust frá hópnum: Skerum af honum eyrun! Hengjum hann upp á hárinu! Setjum hann í gapastokk! Hendum honum fyrir rottur! Stingum úr honum augun! Allt í einu lyfti foringinn hendi til merkis um þögn. Látum helvítið tala, sagði hann. Látum hann segja okkur hvað hann er að skrattast hérna. Að því búnu sneri hann sér að Sindra: Talaðu, hórusonurinn þinn! Talaðu! Augu Sindra hlupu milli andlitanna allt í kring. Brjóst hans hófst enn og hneig í örvæntingarfullri sókn eftir súrefni. Eg . . . ég, stamaði hann, á öndinni. Talaðu! æpti foringinn og otaði spjóti sínu að honum. Ef þú opn- ar ekki ginið og talar risti ég upp á þér belginn! Eg-ætlaði-bara-að . . . að-stytta-mér-leið-yfir-að . . . Ah ha ha! Stytta þér leið! Hafiði heyrt það betra? Það stytta sér engir nema fáráðlingar leið í gegnum þennan garð! Engir! Þeir hrintu honum að flaggstönginni í garðinum miðjum. Hann var vart með rænu þegar þangað kom, en skynjaði þó að svartur fáni hafði verið dreginn að húni. Þetta kennir þér í eitt skipti fyrir öll að vera ekki að flækjast þar sem þú átt ekki heima, dýrið þitt! hreytti forsprakkinn útúr sér milli brunninna tanna á meðan félagar hans bundu Sindra við staurinn. (. . . stóll íklœddur litlum frakka og bindi; undir honum þykkbotnaðir skór; kringum þá ofurlítill pollur . . .) Þegar þeir höfðu rígbundið hann hófu þeir villtan dans í kringum hjálparvana fórnarlambið, sem megnaði vart að líta upp lengur. Þrátt fyrir svelju voru föt Sindra gegnblaut af svita og það korraði í hon- um þegar hann reyndi að ná andanum. Þegar minnst varði hættu þeir dansinum. Sindri sá einn mannanna taka sig útúr hópnum og feta sig ógnandi að honum. Hann var rytjulegur ásýndum og neðan úr honum héngu slepjulegir þara- könglar. I fyrstu virtist vanta á hann andlitið, en þegar hann kom nær uxu á hann skýrir andlitsdrættir. Sindri tók andköf: Maðurinn hennar. . . Stund reikningsskilanna er runnin upp, helvískur dólgurinn þinn! öskraði maðurinn og þokaðist nær. . . . hennar Lindu. Stu-Sturlaugur! Þú sleppur ekki núna! hvæsti hann í tóni sem Sindri vissi ekki að 473
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.