Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 84
Tímarit Máls og menningar hafði máski verið þar árum saman. Einatt var það púsluspil að finna út hvaða síður voru í framhaldi, því þær voru sjaldnast númeraðar; og oft vantaði fullkomlega heilu blöðin inn í þessa Skáldu - og þá var ekki um annað að gera fyrir hana en að taka til við að leita í sálarkirnunni. Enda brá nú svo við, að hún tók að bæta inní, breyta, endursemja; sumt, ekki allt. Þegar hér var komið sögu hafði ég fengið það mikinn áhuga á þeim text- um sem hún hafði sýnt mér, að ég bað hana leyfis að fá að fara með eitt- hvað af þessu heim með mér og vélrita það. Hún hafði reyndar vélritað eitthvað af þessu sjálf, og allar nýjar viðbætur samdi hún á ritvél. En hún virtist fremur áhugalítil um það að ganga frá einhverju heildar handriti, og svo var ritvélin hennar ekki alltaf þæg við hana. Ritvél þessi átti það sam- eiginlegt með ritvélinni í Arnasafni forðum, að hún var komin úr búi Snorra Sturlusonar í Reykholti, og hafði ekki verið skipt um borða í henni í nokkrar aldir. Nú fékk Málfríður til liðs við sig lagtækan kunnáttumann, sem tók að sér þá vandasömu aðgerð að setja nýjan borða í þessa fomu vél. Sem sagt: Eg var tekinn að vélrita handrit Málfríðar. En þá er rétt að taka það strax fram, að svo smáir og sundurleitir vom flestir þeir þættir sem um var að ræða, að ekki var gerlegt að ganga hér frá einhverju handriti með áframhaldandi blaðsíðutali. Eg númeraði síðurnar, en þær urðu sjaldnast fleiri en fimm í röð; oftast tvær eða þrjár, stundum ekki nema hálf. Þetta gat bent til þess, að höfundurinn hefði ekki haft mikið úthald við skriftirn- ar; en hér er hvorki staður né stund til að fara nánar út í skilgreiningu á höfundskap Málfríðar, það munu aðrir gera. Eg hafði frá fyrstu tíð hugsað mér að bera þetta pródúkt undir einhvern sem hefði gott vit á og gæti jafnvel komið einhverju af því á þrykk, að sjálf- sögðu í fullu samráði við Málfríði sjálfa. Þegar ég minntist á það, hló hún við og sagði fátt; gaf í skyn að enginn vildi sjá það sem hún skrifaði, en ég mætti svosem reyna. Hér get ég gert langa sögu stutta, því að framhaldið vita víst flestir. Allt frá því fyrsta hafði mér helzt komið til hugar Sigfús Daðason; hann væri manna bezt fær um að meta þetta verk - og myndi jafnframt hafa til að bera næga dirfsku og dug til að koma þessu á framfæri. Það reyndist svo. Betri útgefanda hefði Málfríður varla getað fengið. Og mér þykir rétt að geta þess hér, að niðurskipan efnis í öllum bókum Málfríðar er verk Sigfús- ar Daðasonar fyrst og fremst, en að sjálfsögðu í samráði við hana á meðan hennar naut við. Sjálfri var henni ósýnt um slíkt skipulag, og mér liggur við að segja, að hún hafi haft furðu takmarkaðan áhuga á því. A.m.k. fannst mér það, þegar ég orðaði slíkt við hana, áður en Sigfús kom til. Svo ég reki hlutdeild mína frekar, þá er kannski rétt að taka það fram, að 482
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.