Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 90

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 90
Tímarit Máls og menningar Stundum verð ég mjög þreyttur. Ég er þreyttur í fótunum, hand- leggjunum, búknum, andlitinu og munninum - sérstaklega munnin- um. En það er ekki til neins að finna til þreytu. Það breytir engu og þess vegna er best að reyna að gleyma henni. Ég verð að gleyma þreytunni. Ég blæs. Ég hef blásið mjög lengi. Stundum klæjar mig í varirnar, en það hjálpar ekki og ég verð að gleyma því. Ég verð að blása. Ég finn vatnið við varir mínar. Ég finn hvernig munnstykkið þrýstir á munninn. Vafningar túbunnar snúast um mig og þrýsta á líkama minn. Ég verð að blása. Annars drukkna ég. Ég má ekki hætta. Fyrir ofan höfuð mitt heyri ég skvampið í vatninu sem fyllir túbuna og þrýstir á varir mínar. Ef loftið í lungunum klárast myndi skvampið hætta. En það má ekki hætta. Þess vegna blæs ég. Ef ég hætti - ég hugsa ekki um þegar - mun vatnið þrýstast upp í munn- inn, niður í hálsinn og ofan í lungun. Drukknun. Ég má ekki hugsa um það og þess vegna held ég áfram að blása. Ég hef enn loft. En stundum verð ég mjög þreyttur. Fætur mínir eru rígfastir - allur líkaminn er skorðaður. Það eina sem ég get hreyft eru augun og mig verkjar í þau. Ég hef engin augnalok og get því ekki lokað þeim. Það eina sem ég get gert er að blása frá mér og stundum kemst ég ekki hjá því að hugsa um að kannski muni loftið í lungum mínum einhverntímann klárast. Ég get blásið frá mér, en ég get ekki dregið andann. Frá því ég man eftir mér hef ég staðið í þessum sömu sporum á þessum sama stað. Samt. Einstaka sinnum, mjög sjaldan, er eins og eitthvað bæri á sér handan þess sem hefur alltaf verið eins og það er núna. Brot úr einhverju, sem kannski var áður heil mynd, lýsast upp í nokkrar sekúndur. Ég geng, nem staðar og legg hönd d vegg. Ég geng og mér finnst ég vera minni, n<er grasflötinni, en ég er núna. Stærsta brotið fylgir í kjölfarið og virðist tengt þessum tveimur. Ég legg hönd d vegg og hin höndin er umvafin hita. Þetta brot varir svo lengi að ég er nær því sannfærður um að það er ekki ímyndun. Ein- hver sem er staerri en ég heldur um hönd mína og segir mér hvað er hinum megin veggjarins. Ljósið deyr. Ef ég er heppinn, endurtekur minningin sig - ég er nær því viss um að það er minning. En ég man aldrei meira. Og þetta gerist mjög sjaldan. Ég held að sá, sem leiddi mig, sé faðir minn og að við höfum staðið upp við vegg stóra, hvíta hússins. Það hlýtur að hafa verið hann sem kenndi mér orðin yfir 488
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.