Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Qupperneq 90
Tímarit Máls og menningar
Stundum verð ég mjög þreyttur. Ég er þreyttur í fótunum, hand-
leggjunum, búknum, andlitinu og munninum - sérstaklega munnin-
um. En það er ekki til neins að finna til þreytu. Það breytir engu og
þess vegna er best að reyna að gleyma henni. Ég verð að gleyma
þreytunni. Ég blæs. Ég hef blásið mjög lengi. Stundum klæjar mig í
varirnar, en það hjálpar ekki og ég verð að gleyma því. Ég verð að
blása. Ég finn vatnið við varir mínar. Ég finn hvernig munnstykkið
þrýstir á munninn. Vafningar túbunnar snúast um mig og þrýsta á
líkama minn. Ég verð að blása. Annars drukkna ég. Ég má ekki
hætta. Fyrir ofan höfuð mitt heyri ég skvampið í vatninu sem fyllir
túbuna og þrýstir á varir mínar. Ef loftið í lungunum klárast myndi
skvampið hætta. En það má ekki hætta. Þess vegna blæs ég. Ef ég
hætti - ég hugsa ekki um þegar - mun vatnið þrýstast upp í munn-
inn, niður í hálsinn og ofan í lungun. Drukknun. Ég má ekki hugsa
um það og þess vegna held ég áfram að blása. Ég hef enn loft.
En stundum verð ég mjög þreyttur. Fætur mínir eru rígfastir -
allur líkaminn er skorðaður. Það eina sem ég get hreyft eru augun
og mig verkjar í þau. Ég hef engin augnalok og get því ekki lokað
þeim. Það eina sem ég get gert er að blása frá mér og stundum kemst
ég ekki hjá því að hugsa um að kannski muni loftið í lungum mínum
einhverntímann klárast. Ég get blásið frá mér, en ég get ekki dregið
andann.
Frá því ég man eftir mér hef ég staðið í þessum sömu sporum á
þessum sama stað. Samt. Einstaka sinnum, mjög sjaldan, er eins og
eitthvað bæri á sér handan þess sem hefur alltaf verið eins og það er
núna. Brot úr einhverju, sem kannski var áður heil mynd, lýsast upp
í nokkrar sekúndur. Ég geng, nem staðar og legg hönd d vegg. Ég
geng og mér finnst ég vera minni, n<er grasflötinni, en ég er núna.
Stærsta brotið fylgir í kjölfarið og virðist tengt þessum tveimur. Ég
legg hönd d vegg og hin höndin er umvafin hita. Þetta brot varir svo
lengi að ég er nær því sannfærður um að það er ekki ímyndun. Ein-
hver sem er staerri en ég heldur um hönd mína og segir mér hvað er
hinum megin veggjarins. Ljósið deyr. Ef ég er heppinn, endurtekur
minningin sig - ég er nær því viss um að það er minning. En ég man
aldrei meira. Og þetta gerist mjög sjaldan. Ég held að sá, sem leiddi
mig, sé faðir minn og að við höfum staðið upp við vegg stóra, hvíta
hússins. Það hlýtur að hafa verið hann sem kenndi mér orðin yfir
488