Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Qupperneq 99

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Qupperneq 99
Ricbard Brautigan áttu velgengni að fagna meðan allt stóð í blóma. Það jafnaðist næstum á við trúvillu ef höfundur hafði á einhvern hátt nálgast lífmögn þessara hræringa, og viðkomandi var sópað undir mottuna sem „minniháttar höfundi“. Þetta gerðist með Richard Brautigan. Frumlegur stíll hans og sérviskulegur hug- myndaheimur var búinn að hafa ómæld áhrif á unga höfunda út um allt þegar dómurinn var felldur. Alls kyns stælingar og eftirlíkingar voru í gangi, oft byggðar á fullkomnum misskilningi á því sem Brautigan var að fara. Bókmenntafræðingar gleymdu að snúa sjónaukanum við og athuga sérstöðu Brautigans þegar hann kom fram, heldur dæmdu eftir útþynningu á stíl hans héðan og þaðan. Brautigan fékk það orð á sig smám saman að vera tækifærissinnaður og „ómerkilegur“ höfundur. Hann hélt þó áfram að skrifa sögur með sínum hætti, en nú við takmarkaðan áhuga og skilning gagnrýnenda, helst að einhver gripi pennann til að skrúfa endanlega fyrir þennan leka krana. Þegar á allt er litið, nú nokkru seinna, verður manni ljóst að tækifærishyggjan þjakaði gagnrýnendur, ekki Brautigan. Skáldsögur hans urðu alls tíu talsins. Það var eiginlega ekki fyrr en með tveimur síðustu bókum hans að áhugi tók að vakna á verkum hans að nýju. Arið 1980 gaf hann út bókina The Tokyo-Montana Express. Þetta er ein- kennilegt rit, og umdeilanlegt hvort það á að flokkast með skáldsögum hans eða sem safn tengdra örsagna. Persónulega hallast ég að síðari skil- greiningunni þótt ekki verði litið framhjá að þræðir liggja samtvinnaðir um allt verkið. En stundum er nánast um prósaljóð að ræða. Titill bókarinnar segir nokkuð um þau sterku tengsl sem Brautigan myndaði við Japan. Árið 1976 hafði hann gefið út ljóðabók, sem hét 30. júní/30. júní, og var nokk- urs konar dagbók úr fyrstu ferð hans þangað. A mótunarárum Brautigans áttu austræn áhrif ýmiskonar greiða leið inn í hugi ameríkumanna, en þessi hlýhugur Brautigans til japanskrar menningar lét ekki staðar numið við yf- irborðsleg skyndikynni. I bókinni The Tokyo-Montana Express er sífellt klippt milli Japan og heimalands höfundar. Síðasta útgefna skáldsaga Brautigans var So the Wind won’t blow it all away, frá árinu 1982. Ég hef kosið að kalla hana „Svo berist ekki burt með vindum", í þýðingu. Þetta er stutt skáldsaga sem segir af 12 ára gömlum dreng og örlagaríkum mánuði í lífi hans, febrúar 1948. Sagan er sögð í fyrstu persónu, en ekki fyrr en um aldarþriðjungi síðar, og drengur orðinn miðaldra maður. Meginhluti sög- unnar fjallar raunar um sumarið á undan voðaatburðinum sem átti sér stað í febrúarmánuði 1948. Sögumaður kveinkar sér við að rifja upp straum- hvörfin í lífi sínu og stekkur í sífellu til hins áhyggjulausa tíma fyrir atburð- inn, þessa sumars 1947, heimsstyrjöldinni lokið fyrir tveimur árum, og allt snýst um leirgeddufiskerí og undarleg gamalmenni. Sú staðreynd að það er jafnaldri Brautigans sem er látinn segja þessa tregablöndnu sögu er áreiðan- TMM VII 497
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.