Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 101
Philippe Djian Það sem gerir lífið þess virði Philippe Djian heyrir til yngri kynslóð franskra höfunda (f. 1949). Hann hef- ur þótt flytja ferskan frásagnaranda í skáldsagnagerð Frakka og rær töluvert á amerísk mið eftir áhrifavöldum: Kerouac, Brautigan, John Irving . . . Nýj- asta bók Djian er smásagnasafnið „Krókódílar" (1989) og það er upphafssag- an sem hér birtist. Eg var staddur í Aþenu þegar mér bárust fregnir af láti Richards Brautig- ans. Mitt fyrsta raunverulega frí í tíu ár. Það fyrsta sem bækur mínar höfðu gert mér kleift að njóta. Mér er hulið hvers vegna þessi skelfilega frétt dundi yfir mig einmitt á þessari stundu. Um þriggja daga skeið hafði ég deilt tíma mínum á milli safna og útikaffihúsa. Hugurinn var ekki bundinn við neitt sérstakt. Sonur minn skoppaði í kringum gosbrunn. Ég var með annað augað á dagblaðinu og hitt á konu minni. Hún var sólbrún frá hvirfli til ilja, mikilfengleg. Að ekki sé minnst á ljósið, ótrúlega mildi andrúms- loftsins og kraftaverkið að vera enn á lífi þessa síðustu daga októbermánað- ar árið 1984. Eitt olli mér samt áhyggjum. Ég hafði pakkað niður 50 pökk- um af tóbaki í töskur mínar, en asnast til að gleyma sígarettubréfinu. Ekki er að því að spyrja, ógæfan stingur jafnan upp kolli þar sem maður á henn- ar síst von. Þegar ég hnaut um greinina var kona mín að kaupa hnetur. Hnetusalinn hafði dreift nokkrum salthnetum á borðið í framhjáhlaupi og nú var hann í innheimtu á bakaleiðinni. Hann brosti til hennar. Konan mín er hávaxin, ljóshærð og fagurlega limuð. Og Aþena er borg að mínu skapi. Sjálfur var ég með bros á vör þegar ég rak augun í frétt um að hann væri látinn. I Bol- inas, Kaliforníu. Og síðan er ég ekki samur maður. Ég hrekk upp með and- fælum um nætur. Og þið eruð ekki heldur söm, hvort sem þið gerið ykkur þess grein eða ekki. „Hvað er að?“ spurði hún. Ég horfði á hana án þess að mæla orð frá vörum og síðan rétti ég henni blaðið. Við höfum búið saman í fjórtán ár. Son minn bar að í þann mund sem hún hvarf á bak við blaðið. Hann dundaði við að dreifa úr hnetubréf- unum fyrir framan mig. Blaðið laukst aftur með ógnvænlegum vængjaþyt. Það er hlutskipti flestra að harma ást sem þeir fengu aldrei að njóta, en það var ekki mitt vandamál, lof sé Guði. 499
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.