Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 104
Tímarit Máls og menningar hrokkið niður fyrir axlir í svörtu. Laust hár og hann fór að ráma í þetta hár settlega hamið aftur á hnakka kvöldið áður. Og svo kom andartakið þegar hann hætti að skilja; þegar óljós minning hrökk ekki til; þegar hann þurfti að leita annað. Andlitið sem rauða hárið rammaði var ferkantað og svart, hornrétt með tvö augu sem störðu niður á hann, annað augað minna en hitt en bæði hornrétt eins og andlitið. Milli augnanna glenntur hringlaga skoltur. Svartleðraðir fínlegir fingur héldu andlitinu uppi en þegar hann opnaði augun létu fingurnir svarta andlitið síga eins og þeir tækju niður grímu sem hafði hulið annað andlit sem kom í ljós, hvítt með tvö möndlulaga blá augu og lokaðan munn. Hún smellti af í fimmta sinn og sagði lítið hæ án þess að breyta svip. Honum fannst hann ætti kannski að segja eitthvað en þagði og horfði á hana stinga myndavélinni niður í svarta tösku sem hékk í ól á öxl hennar. Hann mundi ekki eftir þessari tösku sem var eins og hluti af stúlkunni. Hafði hún borið hana kvöldið áður? Jafnvel í dansinum? Ekkert í minningunni benti til tösku. Hann lagði hönd fyrir augu sér og snéri lófanum upp og andar- taki síðar heyrði hann tvo snögga smelli. Þegar hann leit á stúlkuna var hún að setja myndavélina aftur oní töskuna. „Hvað heitirðu?" sagði hún og andlitið var helst farið að minna á andlit þögullar kvikmyndahetju. En hún hafði brosað kvöldið áður, brosað og hlegið allt kvöldið og hann hafði fyrst tekið eftir hlátri hennar. Svo hafði hann séð hana og lagt til atlögu, staðráðinn í að standa uppi sem sigurvegari að morgni. Nöfn skipta engu, ætlaði hann að segja en þagnaði á fyrsta at- kvæði því það var ekki annað en hrygla. Hann ræskti sig og sagði „gleymdu því,“ og gerði sér ljóst að hann mundi ekki hennar eða hafði aldrei vitað það. Nöfn skipta engu. Með augun lokuð heyrði hann að hún gekk fram að herbergisdyr- unum og opnaði þær svo snöggt að ískrið sem bjó í hjörunum bærði ekki á sér. Hún stansaði eins og vegna eftirþanka og sagði: „Hafðu ekki áhyggjur af myndunum, þú ert bara aukaatriði á þeim. Bara einhver maður til að þær verði ekki kyrrmyndir.“ Svo lokaði hún á eftir sér. 502
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.