Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 109
Þrjár sögur
Hvítir steinarnir í árfarveginum virtust hafa á sér þennan sama
blæ. Ef til vill skynjaði ég kvöldkomuna í ágengri kyrrð haustlaufs-
ins, sem hafði fallið langt að ofan og var allt í kringum mig. En á
djúpbláu vatni árinnar sást hvergi spegilmynd af laufi. Eg undraðist
það en á augnabliki bar fyrir mig sýn af eldi sem rigndi á blátt vatn-
ið.
Það sem ég sá var ekki regn af eldglæringum í lausu lofti, heldur
örsmá Ijósbrot flöktandi á vatninu. Það var þó enginn vafi að þessar
agnir féllu af himni; þær hurfu í blátt vatnið ein af annarri. Ég gat
ekki séð þær fyrr en þær lentu á vatninu, því að þær bar í lithverft
laufið á leið sinni niður. Eg horfði upp yfir fjöllin. Eftir himninum
bárust óteljandi eldglæringar með furðulegum hraða. Smám saman
fór mjó himinræman að líkjast rennandi á fyrir augum mér, á sem
virtist bera með sér allar þessar eldglæringar milli fjallstoppanna.
Þetta var sýn sem bar fyrir mig um borð í hraðlest á leið til
Kyoto. Það var tekið að kvölda, og mér hafði runnið í brjóst.
Eg var á leiðinni til að sjá unga konu á hóteli í Kyoto. Hún var
önnur tveggja telpna sem ég mundi eftir frá því að ég lá á spítala
vegna gallsteinauppskurðar einum fimmtán árum áður.
Onnur telpan var ungabarn sem hafði fæðst án gallpípu. Þar sem
slíkt barn hefði ekki lifað nema í ár eða svo, hafði verið gerð á henni
aðgerð til að koma fyrir gervileiðara á milli lifrar og gallblöðru. Ég
kom auga á hana í anddyrinu, þar sem hún hvíldi í faðmi móður
sinnar. Eg færði mig til þeirra og rýndi niður á hana.
„Til hamingju!" sagði ég við móðurina. „Hún er gullfalleg."
„Þakka þér fyrir,“ sagði móðirin hljóðlega. „Þeir segja að hún
deyi í dag eða á morgun. Eg er að bíða eftir að einhver komi og fari
með okkur heim.“
Barnið svaf vært. Fötin hennar með kamelíumynstrinu bunguðu
lítillega yfir brjóstið, sennilega vegna umbúðanna sem þöktu skurð-
sárin.
Það var verulega hugsunarlaust af mér að tala svona við móður-
ina, en þar sem ég var meðal samsjúklinga hafði ég verið hispurslaus
og ekki gætt að mér. Sérgrein þessa spítala voru skurðlækningar, og
fjöldi barna var þangað kominn til að gangast undir hjartaskurð. Þau
léku sér í anddyrinu og lyftunni þar til að aðgerðinni kom, og
stundum fann ég hjá mér löngun til að spjalla við þau. Þau voru á
507