Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Qupperneq 115

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Qupperneq 115
Þrjár sögur „Heyrðu!“ hún starði spurulum augum á gamla manninn. „Þú gast líka gengið í gegnum girðinguna, Shintaro, var það ekki?“ Gamli maðurinn heyrði ekki. En hann greip í vírnetið og fór að hrista það. „Þessi bölvaða girðing! Bölvaða girðing!“ æpti hann. Hann ýtti á girðinguna af svo miklu afli að hún tók, honum til undrunar, að færast frá honum. Hann riðaði við og ríghélt sér í net- ið, þannig að líkami hans hallaðist fram á við. „Gættu að þér, Shintaro! Hvað hefur gerst?“ hrópaði stúlkan, sem þaut aftan að honum og greip um líkama hans ofanverðan. „Þér er óhætt að sleppa girðingunni núna.“ Svo bætti hún við: „Hvað þú ert orðinn léttur!" Loks var gamli maðurinn fær um að standa uppréttur aftur. Axlir hans gengu upp og niður af mæði. „Þakka þér fyrir,“ sagði hann og greip aftur í netið, í þetta sinn laus- lega með annarri hendi. Svo hélt hann áfram að tala, háum rómi eins og daufum er gjarnt. „Daginn út og daginn inn tíndi ég upp golfkúlur handan þessarar girðingar. Það var minn starfi í sautján löng ár.“ „Bara sautján ár? Það er hreint ekki svo langur tími!“ „Þeir kýldu kúlur á hvern veg sem þeim sýndist. Það glumdi í þegar kúlurnar skullu í netið. I hvert sinn vék ég höfðinu undan, uns ég vandist þessu hljóði. Það var þetta hljóð sem rændi mig heyrn- inni. Þessi bölvaða girðing!“ Vírgirðingin, sem gerð var til verndar golfvellinum, var á hjólum, þannig að hana mátti hreyfa til og frá á æfingaflötinni. A milli flatar- innar og golfvallarins var röð af trjám. Trén stóðu í óskipulegri röð vegna þess að þau höfðu vaxið þarna frá náttúrunnar hendi og voru látin standa þegar stóra lundinum var breytt í golfvöll. Gamli maðurinn og stúlkan héldu brott frá girðingunni. „Maður heyrir sama ljúfa niðinn í öldunum," sagði stúlkan. Og af því hún vildi vera viss um að maðurinn heyrði hvað hún sagði, lagði hún munninn að eyra hans og endurtók: „Maður heyrir sama ljúfa niðinn í öldunum." „Ha?“ Gamli maðurinn lygndi aftur augunum. „Misako, andar- dráttur þinn er svo sætur. Alveg eins og í gamla daga.“ „Heyrirðu ekki sama ljúfa niðinn í öldunum?" „Oldunum? Sagðirðu öldunum? Og ljúfa? Hvernig gæti niður aldanna látið ljúft í eyrum þér eftir að þú drekktir þér í þeim?“ TMM VIII 513
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.