Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 120
Tímarit Máls og menningar grun sem kemur honum að óvörum við húshorn og gefur í skyn að ýmislegt sé til sem hann hefur ekki orð á í ljóðum sínum. Enn nær þessum kjarna kemst hann í „Launhelgum" (37). Hvað er „það“ sem á friðland, griðastað „í sand- byljum sundraðs hugar“? Pögnin felur það, en menn geta „vitnað í Wilde og staðhæft / að þögnin sé óhrein, auðn hennar dylji / yndi, kvalið og myrt“. . . í „Svartagaldri" (39) er því lýst hve háskalegt sé að magna fram hið liðna. Þó verðum við að bregða birtu á laun- vitundina sem þjakar og deyðir höf sín, skóga og dýr „undir stálþökum / saman nístum og soðnum / af óttans, hrokans og dómsýkinnar alltkremjandi neyð“, eins og segir í „Inni“ (41). Við verðum að gefa henni „glætuvott af ljósi!“ Seint, að vísu, yrði hún íðilgræn, heiðblá - en hún yrði grænni, hún yrði blárri og umfram allt hreinni en þetta gráa geðskólp, þessi blæ- vana, bældu lönd. Þorsteinn frá Hamri yrkir ekki opin ljóð í þeim skilningi að hann segi hug sinn allan og taki af tvímæli. En þegar hann yrkir um þjáningu minninganna, óttann við bæld lönd launvitundarinnar, eins og í þessum ljóðum, gefur hann öllum lesendum sínum orðið. Hver og einn getur sett sitt yndi, kvalið og myrt, inn á myndina sem dregin er upp. Til þess eru ljóðin. Við verðum að horfast í augu við það sem skiptir máli, 'eðli okk- ar, náttúru, fortíð, eins og okkur var sagt skýrt og skorinort í fyrsta hluta bókarinnar, en hér viðurkennir skáldið hvað það er hræðilega erfitt og sárt. í fjórða og síðasta hluta bókarinnar breytir um tón. Þar er komið inn á ann- ars konar viðurkenningu á því sem ekki sést með berum augum: ímyndunarafl- ið; og fyrsta ljóðið, „Hilling“ (47), um ljónið á Mýrdalssandi, lýsir fagnandi og óvænt mætti hugarflugsins. I þessum kafla er ort um mannleg samskipti, ein- föld og yndisleg, um garð sem hefur „samanburðargildi / vegna sýnilegs skyldleika / við næstu garða.“ („Sköp- unin II“, 53) Um tímann og hverful- leika lífsins, ótrúlega hraðfleyga stund sem við fylgjumst andstutt með í „Líf að leysa“ (59), frábæru prósaljóði sem minnir (eins og fleira í þessari bók) svo- lítið á Stefán Hörð: Ég hraða mér gegnum hrísrunnana með smámuni mína, finn hve ótt þeir blikna í höndum mér, svo ægi- fagrir sem þeir voru áðan, meðan þeir ríktu óáreittir í hug mér. Hjálp! En hvað veganestið varðar, hvort það endist til árs eða dags, má einu gilda, ég hef týnt hníf mínum og troðið af mér skó, og nú síðast týndi ég tímanum; hvað merkir orðið áð- an? I lokaljóði bókarinnar, „Torginu" (61), mætast svo fortíð og framtíð í heillandi núi. Skáldið stendur á alhvítu torgi í logndrífu og bíður æðrulaus þess sem koma skal, tilbúinn til að taka við því og umbreyta því í orð handa okkur. Vatns götur og blóðs er ellefta frum- samda ljóðabók Þorsteins frá Hamri og hann er löngu sjálfsagður í röðum bestu skálda þessarar aldar. Sjaldan hefur hann gefið meira af sjálfum sér en í þessari bók, og það er sönn nautn að taka á móti þeirri gjöf. Silja Aðalsteinsdóttir 518
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.