Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 121
HRESSILEG
HLJÓMSVEITARSVÍTA.
Bríet Hébinsdóttir:
Strd í hreiðrið.
Bók um Bríeti Bjamhéðinsdóttur hyggð
á bréfum hennar.
Svart á hvítu 1988.
Þegar framboðshreyfing kvenna hóf
göngu sína árið 1982 þá höfðu konur
litla sem enga vitneskju um sérframboð
kvenna fyrr á öldinni. A tæpum manns-
aldri höfðu hugmyndir og reynsla fyrir-
rennara okkar lent í glatkistu íslenskrar
sagnaritunar. Nafn Bríetar Bjarnhéðins-
dóttur var auðvitað vel þekkt. Allar
höfðu heyrt um valtarann sem látinn
var heita í höfuðið á henni og fyrirlest-
urinn sem hún hafði haldið fyrst
kvenna, en fáar kunnu einhver skil á
ævistarfi hennar í þágu íslenskra
kvenna. Nafn Ingibjargar H. Bjarnason
hljómaði líka kunnuglega enda fékk það
skyndilega óvænt hlutverk í íslenskum
stjórnmálum. Það var talið hafa sérstak-
an fælingarmátt gagnvart konum. Hún
var nefnilega kvennalistakonan sem
hafði gengið til liðs við íhaldið.
Mér er enn í barnsminni þegar ég sá
fyrst valtarann Bríeti í Arbæjarsafni.
Síðar sá ég svo myndir af fremur gam-
alli og feitri kvenréttindakonu sem hét
þessu sama nafni og mér blandaðist ekki
hugur um að nafnið á valtaranum skír-
skotaði til einhverrar samlíkingar í
sköpulagi. Þar með varð þessi kelling,
og aðrar kvenréttindakellingar, auðvitað
voða hallærislegar. Af myndum að
dæma voru þær allar gamlar og siða-
vandar konur í peysufötum sem höfðu
áreiðanlega aldrei verið ungar og kven-
legar. Eg, eins og flestar stelpur, var
fórnarlamb þeirrar bábilju að konur
sem væru að vasast í kvenréttindamál-
um misstu allan sinn kvenleika. Þær
yrðu n.k. valtarar. Þessa bábilju reyndu
konur að kveða niður þegar í upphafi
aldarinnar en hún er enn svo lífseig að
hægt er að hafa af því nokkurn pers-
ónulegan ávinning að halda henni á lofti
— eins og nýleg dæmi sanna. Bókin um
Bríeti, byggð á bréfum hennar, er hins
vegar opinberun þess að kvenleikinn
kemur að innan og verður ekki frá kon-
um tekinn - nema þá í hugskoti for-
pokaðra sála.
Bríet eldri og Bríet yngri
Sendibréf eru einhver besta heimild
sem hugsast getur um andblæ liðins
tíma og hugsanir einstaklinga í amstri
daganna. I þeim er ekki sú innri rit-
skoðun sem fólk beitir sjálft sig í skrif-
um sem eiga að koma fyrir almennings-
sjónir. I þeim birtist undanbragðalaus
afstaða bréfritarans til manna og mál-
efna í samtíð sinni en ekki sú endur-
skoðaða afstaða sem algengust er í
sjálfsævisögum. Því miður mun þessi
heimild brátt heyra sögunni til því það
sem áður var sagt í bréfum er nú sagt í
síma. En þetta eru líka vandmeðfarnar
heimildir. Við meðferð þeirra og útgáfu
skiptir máli að vera bæði trúr þeim sem
skrifar og hinum sem les. Og það virð-
ist höfundi þessarar bókar takast listi-
lega vel. Hún birtir ekki bréfin öll né
óstytt heldur velur hún það sem henni
finnst eiga erindi á bók. Og valið er
ekki auðvelt eða eins og hún segir sjálf:
„. . .vandinn að velja úr þeim reyndist
mér þyngsta þrautin í þessu bjástri.
Hvað er fýsilegt lesefni, hvað ekki?
Mælikvarði minn mun sannarlega orka
tvímælis, oft bera keim af handahófi."
519