Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 122
Tímarit Máls og menningar
(12). Það er meira en líklegt að annar
höfundur hefði valið á allt annan hátt,
en það sem máli skiptir er að bréfin og
viðbætur höfundar mynda eina heild og
Bríet verður ljóslifandi fyrir hugsjónum
lesandans. Svo lifandi varð hún fyrir
mér að mér fannst ég næstum geta átt
við hana orðastað. Þetta á reyndar ekki
bara við um Bríeti heldur Laufeyju líka
og Bríeti yngri - höfund bókarinnar.
Einn stærsti kosturinn við „Strá í
hreiðrið“ er hversu nálæg höfundurinn
er. Það sem hún leggur til bókarinnar
frá eigin brjósti er ekki skrifað af nátt-
úrulausu hluttekningarleysi heldur er
hún þátttakandi í gleði og sorg þessara
tveggja kvenna, Bríetar og Laufeyjar.
Hún reynir aldrei að hjúpa sig hlutleysi
fræðimannsins, þvert á móti, hún tekur
afstöðu. Hún fyllir í eyðurnar, dregur
saman línur, tengir atburðum líðandi
stundar, dregur lærdóma, veltir vöngum
og á stundum ræðir hún beint við
ömmu sína og nöfnu. Oftar en ekki er
það á þann veg að hún tekur upp
þykkjuna fyrir Laufeyju og Héðin þeg-
ar henni finnst sú gamla gerast of tilætl-
unarsöm. Sem lesandi lendir maður því
stundum í samræðum með sjálfum sér
bæði við Bríeti eldri og Bríeti yngri.
Það eru skemmtilegar samræður.
Stíll höfundar er kraftmikill og pers-
ónulegur sem og söguskýringar hennar
og þjóðfélagsgreining. Væri hægt að
nefna mörg dæmi en ég vel nokkur af
handahófi. Um deilurnar í sambands-
málinu segir hún: „Enn verður víst að
drepa á hina dæmalaust þvælingslegu og
afspyrnuleiðinlegu karlapólitík þessara
ára. . .“ (274). Um Landsbankamálið
segir hún: „Þetta bankahneyksli skilst
mér að sé hið fyrsta af furðu mörgum í
skammri bankasögu Islendinga. En sú
hefð stendur í miklum blóma á vorum
dögum sem kunnugt er enda hefur hinn
þroskaði helmingur þjóðarinnar verið
einráður og ótruflaður við stjórnvölinn
á þeim vettvangi til þessa dags.“ (114).
Um bréf Héðins á menntaskólaárum
hans segir hún: „Þau eru því miður
skelfilegt og ótvírætt sönnunargagn þess
að hinn hvimleiði menntaskólahúmor er
ekki nýr af nálinni.“ (88).
Kosningaréttur kvenna
Flest bréfanna eru skrifuð á árunum
1910-’17 á námsárum Laufeyjar, og síðar
Héðins, í Kaupmannahöfn. A þessum
árum er mikið að gerast í réttindamál-
um íslenskra kvenna, þær fá jafnan rétt
á við karla til náms, styrkja og embætta
og þær fá kosningarétt og kjörgengi til
Alþingis. Þetta eru líka umbrotatímar í
íslenskum stjórnmálum og þingmenn
heyja heilmikla sjálfstæðisbaráttu í söl-
um Alþingis. Frá þessu segir Bríet í
bréfum sínum og höfundur bætir upp á
þar sem á vantar. Það sem vakti þó at-
hygli mína var að Bríet virðist hafa tak-
markaðan áhuga á sjálfstæðisbaráttunni
- eða bröltinu eins og nær væri að kalla
það - og lái henni það hver sem vill.
Eigi menn erfitt með að henda reiður á
klofningi og málefnaágreiningi í íslensk-
um stjórnmálum í dag, þá má það verða
þeim nokkur huggun að ekki var það
auðveldara í upphafi aldarinnar. Grein-
ing höfundar á stjórnmálaástandinu er
ekki fjarri lagi. „Ymsir flokkar eru
stofnaðir á þessum árum en eiga mis-
langa lífdaga; þeir klofna ýmist „þvers-
um“ eða „langsum" og brotin renna
saman við undanvillinga úr öðrum
flokkum í ókræsilegan hrærigraut. Allir
eru þessi flokkar og flokksbrot að eigin
sögn fulltrúar sannra þjóðhollra Islend-
inga, halda fram sjálfsforræði og þjóð-
520