Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 123
legri reisn en saka andstæðingana um þjónkun við Dani og hrein landráð. Er mér satt best að segja ofraun að henda reiður á málefnaágreiningi þeirra." (77). Þá eins og nú sögðu stjórnmálamenn líka eitt í dag og eitthvað allt annað á morgun eða eins og Bríet lýsir því í bréfi til Héðins í janúar 1913. „Fyrir kosningar í haust tala Einar Hjörleifs- son og Sveinn Björnsson alveg eins og Hannes Hafstein og Lárus H. Bjarna- son töluðu um vorið 1908. Nú talar Lárus H. Bjarnason alveg eins og þeir töluðu þá.“ (212). Eins og í flestum öðrum löndum tengist barátta kvenna á Islandi fyrir kosningarétti og kjörgengi öðrum fé- lagslegum réttlætismálum. I Bandaríkj- unum tengdist hún mannréttindabaráttu blökkumanna, í Bretlandi réttindabar- áttu verkafólks og á Islandi sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Arið 1911 og 1913 voru samþykktar á Alþingi stjórnar- skrárbreytingar sem fólu í sér kosninga- rétt kvenna til Alþingis, en að auki ýmsar breytingar á sambandi Islands og Danmerkur sem stóðu í konungi. Er ekki að furða þó Bríeti og fleiri kven- réttindakonum hafi sviðið það að sjá kosningaréttinum fórnað vegna deilna um það hvort bera ætti íslensk mál upp í ríkisráði Dana. „Ríkisráðsákvæðið" hafði verið stöðugt þrætuepli frá því Is- lendingar fengu heimastjórn og var Sjálfstæðisflokkurinn (gamli) harður í andstöðu sinni við það en Heimastjórn- arflokkurinn taldi að það ætti ekki að ráða úrslitum. Það er því mjög skiljan- legt að Bríet, „sem er að ærast af óþol- inmæði" (275), skuli taka sig til og ganga í Fram, félag heimastjórnarmanna í Reykjavík, í ársbyrjun 1915. I þeim flokki voru menn hófsamari í sam- bandsmálinu og því hefur hún talið þá líklegri til að ná samkomulagi við Dani og þar með ná fram kosningarétti kvenna. Það kemur líka margsinnis fram í bréfunum að Hannes Hafstein er hennar maður enda hafði hann oftar en einu sinni sýnt stuðning sinn við bar- áttu kvenna í verki. Engu að síður er þetta skref Bríetar í andstöðu við þá stefnu sem hún ætíð boðaði og lýsti m.a. í bréfi til Laufeyjar skrifuðu árið 1912. Þar segir hún: „Svo stóð eg upp og sagði að eg væri í engum pólitískum flokki - væri víst milli flokka. - Stjórnarskrármálið hefði ekki verið í fyrra flokksmál, þ.e. ekki kosn- ingarréttur kvenna. Báðir flokkarnir hefðu þar boðið hvor öðrum betur og konur gætu í þessu máli ekki verið flokksmenn. Meðal beggja flokkanna væru menn sem fylgdu kosningarrétti kvenna. Meðan svo stæði gætum við konur ekki fylgt neinum flokkum." (180). Þessi skoðun átti miklu fylgi að fagna meðal kvenréttindakvenna þó hún væri engan veginn alls ráðandi. Carrie Chapman Catt, sem með nokkrum rétti má teljast guðmóðir Kvenréttindafé- lagsins, var t.d. áköf talskona þessa. En að kosningaréttinum fengnum fóru Brí- et og C.C.C. hins vegar hvor sína leið- ina. Bríet studdi sérframboð kvenna en C.C.C. var eindregið þeirrar skoðunar að konur ættu að vinna innan þeirra stjórnmálaflokka sem fyrir voru. Var hún í forystu fyrir samtökum sem nefndust League of Women Voters (Samtök kvenkjósenda) og sættu þau talsverðri gagnrýni frá róttækari femín- istum fyrir að nýta ekki krafta sína til að fá konur til að kjósa kvennaflokk. Þótt Bríet væri „ómenntuð" alþýðu- kona á Islandi hafði hún engu að síður nokkur tengsl við hina alþjóðlegu kvennahreyfingu. Vitað er að hún átti í 521
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.