Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 125
ósambærilega miklu tímafrekari og fyr- irhafnarmeiri í þann tíð.“ (54). Það er enginn vafi á því að þetta hefur vegið þungt, en það verður þó að hafa í huga að annríki er fylgifiskur Bríetar alla ævi. Það er óneitanlega athyglisvert að starf Bríetar í þágu kvennabaráttunnar hefst ekki fyrir alvöru fyrr en hún er orðin ekkja. Valdimar Asmundsson átti vissu- lega sinn þátt í því að auka henni kjark og áræði og við mörg og mismunandi tækifæri þakkar hún forsjóninni fyrir að hafa fengið hann sem eiginmann og seg- ir: „Það hafa ekki allar konur verið eins lánsamar og eg“ (58). Engu að síður dettur mér í þessu sambandi í hug kenning Onnu G. Jónasdóttur um að karlar dragi til sín orku frá konum og umbreyti henni í þágu þeirra markmiða sem þeir keppa að. Þetta sé hins vegar ekki gagnkvæmt, þ.e. konur fái ekki sömu tilvistarorku frá körlum á móti. Karlar taki til sín orku en konur gefi hana frá sér.1 Valdimar og Bríet voru mjög ólík að eðlisfari og segir höfundur að Bríet hafi verið „. . .svo jarðbundin, heilbrigð og dugleg, skynsöm, raunsæ og hagsýn að þar er fjandakornið engan bilbug að finna. Manngerð Valdimars er miklu hættara í heimi hér en hennar." (58). Hann er heimspekingur og fagurkeri og virðist hætta til ákveðins þunglyndis. Hún er ekki hörundssár en hann auð- særður. Þrátt fyrir þetta var hann af- kastamikill útgefandi alla þeirra hjú- skapartíð. Finnst mér nærtækt að álykta að Bríet eigi þar stóran hlut að máli. Hún hafi verið honum orkuuppspretta og þ.a.l. ekki haft mikið afgangs fyrir sjálfa sig. Þetta kann m.a. að útskýra stöðugan lasleika hennar veturna 1896- 98 og sterka þörf til að leggjast í flakk um leið og vorar. Finnst mér ljóðin sem Valdimar yrkir til hennar líka renna stoðum undir þessa ályktun. Upphafs- línurnar í einu þeirra eru svona: Ó Getta mín, þú gafst mér lífið aftur sem glatað hafði ég meira en til hálfs. Eg finn það glöggt nú eykst mér all- ur kraftur, nú er ég kominn til mín sjálfs. (46) Samband móður og dóttur Flest bréfanna eru skrifuð Laufeyju og eftir því sem líður á lestur þeirra verður myndin af mæðgunum og sam- bandi þeirra æ skýrari. Margir sálfræð- ingar halda því fram að algengt sé að hinn andlegi naflastrengur milli móður og dóttur slitni aldrei og dætur komist aldrei undan áhrifavaldi móðurinnar á sama hátt og synir. Þetta hái konum síðar meir á lífsleiðinni og geri þær ósjálfstæðari en karla. Hafa má margar skoðanir á því gildismati sem liggur til grundvallar þessum kenningum en hitt er sláandi hvað þessar kenningar falla vel að sambandi Bríetar við börn sín, Laufeyju og Héðin. Héðinn fær að valsa um lausbeislaður og Bríet virðist litlar áhyggjur hafa af námi hans, fjár- málum og kvennamálum. Hún er hins vegar stöðugt með taumhald á Lauf- eyju, hvetur hana til dáða, brýnir hana við lesturinn, sendir henni föt, mat og peninga, segir henni að fara snemma í háttinn og hvernig hún eigi að skipu- leggja tíma sinn og fjármál, varar hana við karlmönnum o.s.frv., o.s.frv. Af þessari upptalningu mætti halda að hún væri nöldursöm og fremur leiðinleg móðir en það er hún alls ekki. Hún er öðru fremur umhyggjusöm og ástrík og 523
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.