Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 8
Wislawa Szymborska Skáldið og heimurinn Ávarp á Nóbelshátíð 7. desember 1996 Það er sagt að fyrsta setningin sé sú erfiðasta þegar halda skal ræðu. Ef sú er raunin er hið erfiðasta þegar að baki. . . En ég finn á mér að næstu setningar verða einnig erfiðar, hin þriðja, sú sjötta, tíunda og allt fram að hinni síðustu, vegna þess að það er ljóðlist sem ég ætla að tala um. Um það efni hef ég mjög sjaldan tjáð mig, næstum aldrei. Mér hefur ekki fundist ég vera sérlega góð í því að tala um skáldskap yfirleitt. Þess vegna verður ávarp mitt hér ekki langt. Ófullkomleikinn er ætíð skárri sé hann borinn fram í smærri skömmtum. Skáld samtímans er efahyggjumaður í eðli sínu, næstum tortryggið - ekki síst gagnvart sjálfú sér. Mót vilja sínum kallar það sig skáld opinberlega, líkt og það skammist sín svolítið fyrir. En á okkar háværa tímaskeiði er miklu auðveldara að standa undir göllum sínum og vankunnáttu, bara að setja þá fram á áhrifaríkan hátt, en ennþá erfiðara að gangast við kostum sínum sem liggja duldir dýpra og maður getur sjálfur varla alveg trúað á ... Sé skáldið spurt, eða tali við fólk sem það hittir og það neytt til að tala um hvað það sé að fást við, þá svarar skáldið svolítið lágróma að það „skrifí“, eða þá það nefnir einhverja vinnu sem það hefur við hliðina á skáldskapnum. Og þegar spyrjendurnir, eða samferðamennirnir í strætisvagninum, fá að vita að þeir eru að tala við skáld, bregðast þeir við með eins konar blöndu af óöryggi og tortryggni. Ég býst við að heimspekingur gæti valdið sams konar viðbrögð- um. En staða heimspekingsins er að því leyti skárri, að hann getur skerpt á heiti sínu með akademískum titli. Prófessor í heimspeki hljómar mun ábyrgðarfyllra en skáld. Prófessorar í ljóðagerð eru hins vegar ekki til. Það myndi nefnilega þýða að verið væri að tala um starf sem krefðist sérnáms, tiltekinna prófa, fræði- legra ritgerða með rækilegum skrám og svo loks skírteinis til þess að taka á móti við hátíðlega athöfn. Sem jafnframt fæli í sér að blöðin með öllum sæmilegu ljóðunum nægðu ekki til að kallast skáld - nei, fyrst og fremst þyrfti minna blað, stimplað. Við minnumst þess að það var einmitt á slíkum forsendum sem stolt rússneskrar ljóðlistar og síðarmeir Nóbelsverðlauna- hafi, Jósep Brodskí, var dæmdur til útlegðar. Hann kallaðist „sníkjudýr“, 6 TMM 1997:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.