Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 16
RÚNAR HELGI VIGNISSON um allan bæ með kaskeitið í kjöltunni. Og keðjureykir. En sér ekki annan þrjót, því alla vaktina situr hún í huga hans, hefur límt sig á hann. Og undir morgun hugsar hann með sér: Hvað er með þessa konu? Af hverju er hún svona íjandi þaulsætin? Og þá - þetta sagði hann mér í trúnaði einu sinni þegar við vorum í glasi - þá varð honum hugsað hvað það var langt síðan hann knúsaði síðast sína ektakvinnu. Það hafði eitthvað slest upp á vinskapinn hjá þeim og hann stóð sig að því að óska þess að hann ætti annað erindi til konunnar á náttsloppnum, að hún hringdi aftur, en auðvitað ekki af sömu ástæðu og fyrr. * Ég veit núna að þessi kona er ekki alda sem smeygir sér undir kjöl og er týnd. Hún er stök bára, ekki endilega stórskorin og skeinuhætt, miklu frekar í ætt við listaverk. Listaverk úthafanna, eins og kallinn segir. Hún stendur upp úr öldurótinu milljónföldu, ekki síst þegar maður á henni heilmikið að þakka. Þarna um kvöldið hafði verið einhver órói í henni, það sagði hún mér, en af hvaða toga hann var vissi hún ekki. Ég hafði stikað stórum skrefum um íbúðina, byrjaði hún fyrstu atrennu sína að sögunni. Það var eftir að sjónvarpsgarmurinn minn datt út með skruðningum. Fyrr um kvöldið hafði ég setið við tölvuna, en lent í vandræðum með forritið, það fraus alltaf á mig og að lokum gafst ég upp. Þetta var nokkru eftir að ég skildi, ég var nýflutt inn í nýja íbúð í nýjum kaupstað og enn að átta mig á straumum hennar og stefnum. Maður verður alltaf að gefa slíkum hlutum tíma. Ég hafði verið ein alllengi og ekki haft um það, kappnóg að gera og málin leyst með skemmri skírn ef svo bar undir, sem var reyndar ákaflega sjald- gæft, þér að segja. En þetta kvöld, eftir að tölvan gekk af vitinu, eftir að sjónvarpið fór út í aðra sálma í miðri mynd, eftir að hafa stikað stórum skrefum um íbúðina, þá fann ég allt í einu fyrir konunni í mér. Og á þeirri stundu fór um mig sem aldrei fyrr undir sögum hennar. Það var leitað á mig, bætti hún svo við eitt kvöldið. Það vitjaði mín karlmaður sem mér fannst ég ætti að þekkja. Hann var svo áleitinn að ég lagðist upp í rúm og leyfði honum að fara höndum um mig, kjá og kyssa. Hann var kominn með aðra höndina inn á brjóst, ímyndaðu þér, þegar hann stundi svo ámátlega að mér brá hálfþartinn, það var 14 TMM 1997:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.