Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 24
Jón Yngvi Jóhannsson Skáldsaga skiptir um ríkisfang Um Fyrirgefningu syndanna á tveimur tungumálum Forspjall í þessari grein eru til umræðu tvö verk, Fyrirgefning syndannaJ skáldsaga eftir Ólaf Jóhann Ólafsson sem kom út í Reykjavík árið 1991 og Absolution,2 skáldsaga á ensku eftir sama höfund sem kom út í New York árið 1994, og í London ári seinna. Greinin er að mestu byggð á samanburði og greiningu þessara verka. Einhverjum kann að finnast það undarlegt að tala hér um tvö verk, því eins og lesendur væntanlega vita er síðarnefhda bókin þýðing þeirrar fyrri. Ég sé hins vegar ekki annað en fyllsta ástæða sé til að gera þennan greinarmun, þar sem munurinn er meiri en almennt gerist á milli þýðingar og frumtexta, a.m.k. nú á dögum. Útgáfa Absolution á erlendri grund hefur vakið töluverða athygli hér heima. Því er forvitnilegt að kanna hvernig staðið hefur verið að henni, og hvaða breytingar hafa orðið á stíl sögunar og þáttum í formgerð hennar. Það sem fyrst og fremst vakir fyrir mér er að komast að því hvers vegna slíkur munur er á bókunum tveimur, og hvernig hann tengist því umhverfi sem þær eru gefnar út í eða „bók- menntakerfunum“ tveimur, því íslenska, og þó kannski enn frekar því engilsaxneska. Bókmenntir og bókmenntakerfi Bókmenntir verða ekki til í tómarúmi frekar en önnur mannanna verk. Bækur eru skrifaðar af einhverjum fyrir einhverja. Þær verða til og eru til í samhengi við þjóðfélag, aðrar bókmenntir, og síðast en ekki síst við lesendur sína. Sérhvert bókmenntaverk ber þannig í sér einhvern lesanda, er skrifað með mögulegar niðurstöður hans og túlkanir í huga. Kannski eru mótandi áhrif lesenda á bækur hvergi jafn augljós og í þýðingum. Hlutverk þýðanda er ekki bara að snúa texta af einu tungumáli á annað með vélrænni aðferð, hlutverk hans er ekki síður að flytja textann inn í nýtt menningarumhverfi, skrifa hann inn í nýtt bókmenntakerfi. Sá sem þýðir t.d. á íslensku úr framandi máli og framandi menningarumhverfi getur ekki litið framhjá því að aðstæður lesenda þýðingar og frumtexta eru ger- 22 TMM 1997:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.