Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 29
SKÁLDSAGA SKIPTIR UM RÍKISFANG
og gjöf frá himnum. Eins og lausn. Eins og friðþæging“(228) verður
„Vengeance: salvation“(204).
Aðrar setningar hverfa alveg, til dæmis þessar: „... eins og dyr opnist og
þú standir fyrir innan þröskuldinn og stjórnir því hverjir fái að koma inn og
hverjir verði að standa úti“(251), „Dimm nótt og skipin svartir hvalir á bleki
sjávarins; engar stjörnur á himni“(9) og „fylgið mér og penna mínum um
stund“(9). Þessar og aðrar lýrískar stemmningssetningar eiga sér enga sam-
svörun í enska textanum. Þá eru nokkrar athugasemdir Péturs um hverful-
leika tímans, sem eru endurtekið stef í íslenska textanum, numdar brott.
[...] og ég einset mér að gleyma því
sem er liðið og kemur aldrei aftur.
(267)
Liðinn tími er liðinn, hef ég sagt, en
minningar gamals manns færa liðn-
ar stundir til hans sérhvern dag.
(268)
Þannig voru samtöl okkar. Og engu
við að bæta, ekkert hægt að gera til
að auka við orði eða setningu: liðinn
tími liðinn og kemur aldrei aftur. Ég
lagaði flibbann á skyrtu á borð-
inu [...](130)
Orðinn gamall og meyr og allur tek-
inn að slakna. Holdið losnar frá bein-
unum, útlimirnir stirðna og síðan
gerist það allt í einu, Pétur, að lífið er
búið. Allt í einu, eins og þegar penni
snertir blað og blekið myndar punkt
fyrir aftan skrifaða línu. Allt búið og
ekki hægt að breyta því sem skrifað
var, hvergi hægt að fella úr né bæta
inn í. Búið, Pétur. Búið. (229-230)
[...] and I resolved to forget the past.
(241)
That is what our conversations were
like. I laid the bow tie on a shirt on
the desk [...] (119)
[...] now that you’ve grown old and
soft, your flesh falling from your
bones, your limbs stiff, and then it
happens, Peter, life is over. There is
no way to change what has been
written, to delete or add. (205)
Þessi dæmi verða að nægja í bili um mun á stíl textanna tveggja. I næstu
köflum verður íjallað um ýmsar aðrar hliðar á muninum á þessum tveimur
textum. Dæmi sem þar eru tekin vitna að sjálfsögðu mörg um mismunandi
stíl, og í raun réttri eru flestar þær breytingar sem hér verða raktar á
sögupersónum og þjóðlegum þáttum ýmist afleiðingar af breytingum í stíl
eða nátengdar þeim.
TMM 1997:2
27