Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 42
Tapio Koivukari Hvítur hundur Stúlkan lá í rúminu og hugsaði um samójedahund. Hvernig væri að koma við hvítan feldinn og sjá hann glitra í sólinni þegar hún skini inn um gluggann. Sjá bláleita tunguna lafa út úr hundin- um og svört augu hans horfa glettin á hana. Vindurinn hvein í trjánum fyrir utan kofann. Plasthúðuð vekjara- klukka tifaði á borðinu. Kónguló seig niður af gluggakarminum og sveiflaðist í gustinum úr dyragættinni. Hrökkbrauðsmylsna á vax- dúknum á borðinu. Stúlkan opnaði augun og reis upp við dogg. Hundurinn laumaðist inn um gættina og nam staðar. Þetta var hvítur heimskautahundur, hann dillaði hringaðri rófu og kastaði mæðinni. Rauðblá tungan lafði út úr honum og hann horfði á stúlk- una kátum, svörtum augum. En ekki lengi. Hann sneri sér við, dillaði rófunni og hvarf jafnhljóðlega og hann birtist. Stúlkan hélt niðri í sér andanum og þegar hún loksins þorði að anda gætti hún að hverri hreyfingu sinni einsog kofínn væri ofinn úr ósýnilegum, dýrmætum þræði sem gæti rifnað við minnstu snertingu. Svo reis hún upp og hreyfði sig varlega einsog við helgiathöfn. Allt sem í kringum hana var lá í augum uppi, einfalt en þó umvafið einhverjum undarlegum álögum. Stúlkan fór í anorakkinn og setti á sig hettuna til að verjast mýinu sem allt moraði af við lækinn. Þvínæst tók hún fötuna og fór að sækja vatn, drakk fyrst úr læknum og fyllti svo fötuna. Hún var vön að hafa alltaf kalt vatn hjá sér í kofanum. Meðan hún klöngraðist með fötuna upp brekkuna hugsaði hún aftur um hundinn. Nú var miklu auðveldara að hugsa um hann. Hún óskaði þess að honuin brygði fyrir milli trjánna, en vissi þó að hann léti ekki sjá sig ef hún óskaði þess of ákaft. Þegar hún kom aftur í kofann leit hún á klukkuna, þótt hún þyrfti þess ekki, og rölti síðan í átt til varðturnsins. Hún klifraði upp í turninn, tók kíkinn og skimaði út yfir landið, hringdi síðan í stjórnstöðina. Allt var í stakasta lagi. 40 TMM 1997:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.