Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Qupperneq 56
DANIELE SALLENAVE Friðrik varar Voltaire hins vegar við þessu fyrir sitt leyti. Eitt sinn þegar Voltaire brá sér af bæ lét Friðrik skreyta herbergi hans með því sem hann taldi „menntamenn“ vera: með öpum og páfagaukum. En þetta veit Diderot enn ekki þegar hann fer með myndhöggvaranum Falconet til að afhjúpa minnismerkið sem Falconet hafði unnið fyrir Sankti-Pétursborg. Stytta af hesti þar sem tvöföld staða keisarans er túlkuð til fullnustu: stórmennið (frábært listaverk), en einnig harðstjóri (þungur og mikill bronshlunkur sem rétt virðist hanga uppi). Hesturinn stendur á afturlöppunum og þeysist kyrrstæður í átt til óvissrar framtíðar og árbakka þangað sem reiðmaðurinn bendir. Getur verið að í ófullgerðum verkum Falconets vinar síns skynji Diderot dýrkun á nýrri tegund ofbeldis, fýrirboða þeirra hörmunga sem eiga eftir að dynja yfir: því að vestrænni menningu verði þröngvað upp á hið frumstæða Rússland? Að mönnum verði uppálagt að vera hamingjusamir? 3. Veturinn 1773 til 1774 er Diderot sextíu og tveggja ára. Hann fer til Sankti-Pétursborgar í tvennum erindagjörðum. Annars vegar til að þakka Katrínu fyrir að hafa keypt af honum bókasafnið sem hann hafði komið sér upp þegar hann var að vinna að frönsku alfræðibókinni. Hins vegar til að hafa áhrif á stjórnarstefnu þessa þjóðhöfðingja sem hann treysti í hálfgerðri blindni. Markmið hans er að fá hana til liðs við Upplýsingarstefnuna. Honum mistekst það. Hann veldur henni leiðindum og pirringi. Hann breiðir yfir vonbrigðin með því að slá henni upplogna gullhamra. Hann snýr ekki heim með þær blekkingar sem ollu því að hann lagði upp í þessa ferð. Og minningar keisaraynjunnar um hann voru þessar: hann sló svo fast á lærin á henni til að leggja áherslu á orð sín að hún var öll blá og marin eftir hann. Borgin kom honum fyrir sjónir sem „hrærigrautur af höllum og hreys- um“. Höllum og hreysum? Örugglega. En hrærigrautur? Borgin byggir þó strax á þessum tíma á því borgarskipulagi sem Dostojevskí kallar síðar „fyrirfram hugsaða borg“. Borgin hefur þegar fengið á sig hið fræga form sitt: þrjár götur sem ganga hver í sína áttina, þar á meðal Nevskígatan sem ókunnur ferðamaður lýsti strax árið 1721 sem „einstaklega fagurri“. Við enda hennar er þegar búið að koma fýrir gullnæpu sem að vísu er úr viði. Turnspíran á Péturs og Páls virkinu er einnig logagyllt. Og frá 1723 er borgin lögð gangstéttum úr steini og ljósastaurar settir upp. Aðalatriðið er þetta: nákvæmlega jafnháar byggingar í ítölskum stíl spegl- ast í bronslituðu vatninu og samræmið er slíkt að maður fýllist aðdáun; og 54 TMM 1997:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.