Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 67
Huldar Breiðfjörð Þegar rafmagnið fór af „I think I’m just happy.“ - K. Cobain 1. Ég var nývaknaður og lá þunnur í rúminu þegar ég heyrði að Kurt Cobain hefði skotið sig í hausinn. Við hliðina á mér svaf stelpa sem ég hafði hitt í einhverju partíi um nóttina og boðið heim í te. Ég man ekki lengur hvað hún heitir eða hvort teið var gott en ég man að útvarps- maðurinn sagði að Kurt hefði fundist látinn á heimili sínu í Sattle. Hann sagði Sattle en ekki Seattle. Eítir teið höfðum við fengið okkur að reykja en svo sofnað og þegar ég leit á hana sá ég að öskubakkinn hafði runnið til á sænginni og grúfði sig ofan í kinnina á henni þannig að stubbarnir og askan höfðu dreifst yfir klessta andlitsmálninguna og flækt hárið. Það var eins og hún hefði verið skotin í hausinn. Kannski var það vegna fréttarinnar sem útvarpsmaðurinn hafði hrækt út í þunnt andrúmsloftið í herberginu mínu, en ég man að mér þótti þetta frekar flott sjón. Og þegar ég reyndi að vekja hana þyrlaðist askan upp og féll svo aftur ofan í opinn munninn á henni svo hún hóstaði þurrt og langdregið. Hún leit á mig eitt augnablik með ein- hverskonar viðbjóði í andlitinu og snéri sér svo upp í horn og stubb- arnir losnuðu úr hárinu og féllu ofan í rúmið. Og ég sagði: „Kurt Cobain skaut sig í hausinn í nótt.“ Og hún sagði: „Ég er að leka.“ Ég lá áfram í rúminu og horfði upp í loftið og hugsaði um hvort sæði hefði kannski hálfa sál. Og hvort þessar hálfu sálir sem höfðu þurft að TMM 1997:2 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.