Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 92
GÍSLl BRYNJÚLFSSON Bláu fjöll, þið bendið mér, bláleit elfan líður, gras í hlíðum grænum er gljúfrabúinn fríður; heim mér býður hlíð og grund heirn mig dalir kalla vildi eg una alla stund undir jökulskalla. Yndis mér fá eigi neins öldur hér á ströndum þó að gnauði allar eins og á Rauðasöndum; hugþekk var mér hamragrund heima ölduniður, bláu tindar, bárusund, blessan fylgi yður! Nú er Holm nærri því búinn að „mála“ mig upp aftur og vona eg eg geti sent myndina heim með biskup kannské „ferniseraða". Nú bið eg að heilsa Guðrúnu og öllum Melsteðonum kærlega, R Havsteen ef hann er í Vík, en umfram allt biskups- frúnni og í Dr. húsið, líka bið eg að heilsa Stebba, Jónasi og Boga og get eg ei verið að skrifa þeim þar sem þeir koma strax, segðu einkum Boga ef þú sérð hann að þó eg ei hafi skrifað honum þá hafi það ei komið af því að eg sé búinn að gleyma honum, heldur því að eg vissi ei hvört eg átti að skrifa honum suður, vestur eða norður, nei til einkis komu hingað í sumar hlakka eg eins og Boga. Og vertu nú sæl elskaða móðir mín! Það er ekki nema einn vetur þangað til þú sérð mig og glaður mun eg þá verða að sjá þig heila og heilbrigða — Þinn til dauðans elskandi sonur Gísli Gíslason. Skýringar. Siemsen: Carl Franz Siemsen kaupmaður í Reykjavík. flutt úr gamla bœnum: Guðrún fluttist ffá Landakoti til væntanlega tengdafólks í Laugarnesi þetta ár. biskupinn: þ.e. Helgi G. Thordersen. frúnni og Stefáni: þ.e. Ragnheiði Thordersen og Stefáni syni hennar. Grimur. Grímur Thomsen. Konráð: Konráð Gíslason; kærasta hans hét Ane Mathilde Petersen og sögð 24 ára þegar hún lést 15.júní 1846ogjarðsett 19.s.m.Banamein hennar var „Betændelsesfeber“ samkvæmt kirkjubók. Konráð fór síðsumars til Þýskalands sér til heilsubótar. Brynjólfur Pétursson sagði Jóni bróður sínum tíðindin með þessum orðum: „Hann var búinn að trúlofa sig ungri stúlku og ætlaði þegar að fara að gifta sig, en hún varð veik og dó og hefir hann tekið sér það ógnarlega nærri“. Brynjólfur vék einnig að Konráði í bréfi til Gríms Thomsens 6. desember 1846 og sagði hann hefði verið í Þýskalandi og víðar á þriðja mánuð og bætti svo við: „Síðan hann kom heim hefur hann sökkt sér niður í erfiði, enda er hann nú farinn að verða manneskjulegur aftur“. Examens- dögum: prófdögum. Brynjólfur Pétursson greindi Grími Thomsen ffá því að þeim Gísla og Jónasi Guðmundsyni hefði gengið misjafnt í prófunum: „Gísli fékk eitt non (í mathematík) eitt laud og hitt haud; Jónas fékk 4 præ og 1 laud“. Brynjólfur frœndi: Brynjólfur Snorrason. Stefán: Stefán Oddsson Thorarensen. Uppi til dimissionsexamens: burtfararprófs frá Borgardygðaskólanum. Hemmert Andreas Hemmert kaupmaður. Holm: sennilega Just Jean Christian Holm „Portrætmaler". Guðrúnu og öllum Melsteð- onum: Guðrún Pálsdóttir Melsteð. Hún átti heima í Landakoti hjá nöfnu sinni P. Havsteen: Jörgen Pétur Havsteen síðar amtmaður. Biskupsfrúnni: Ragnheiði Thordersen. Dr. húsið: hús Jóns Thorstensens landlæknis. Stebba, Jónasi og Boga: Stefáni Helgasyni Thordersen, Jónasi Jónssyni Thorstensen og Boga Bjarnasyni Thorarensen; þeir urðu allir stúdentar þetta vor. A.K. 90 TMM 1997:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.