Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 100
ÓLAFUR HALLDÓRSSON til hvers íslensk tunga dugir í umræðu um bókmenntir og hvar hana þrýtur örendið, svo að nauðsynlegt reynist að grípa til annarra tungumála. Útlend orð sem rithöfundurinn stráir eins og rúsínum í málgrautinn eru þessi: absúrditet, bissniss, „case closed", exótískur, form, forma (s.), klever, konkret, lúksus, materíal, mentalítet, mínimalt, módern, núans („í núönsum"), plan („á mörgum plönum"), praktískur, prívat, prójekt, prósi, rútína, sitúasjón, statísk, textamassi, tildragelsi, trix. Og þess utan er náttúrlega smákeimur af dönskum og enskum málilmi: Margt sem kemur fram í bókinni er nokkuð sem hún heyrði talað. Þú kemur ferskur að hlutunum, en um leið kanntu ekki að gera þetta af því að þú hefur aldrei gert það áður. Annaðhvort væri! „Það sér það líklega á mér að ég er sigldur“, sagði doktor- inn. Viðtal það sem hér hefur verið gert að umtalsefni birtist í tímariti sem hefur þann metnað að kenna sig við mál og menningu. Ef til vill felst metnaður þessa tímarits meðal annars í því að gera íslenska tungu hæfa til umræðu um bókmenntir með því að leita fanga í öðrum tungumálum og þó einkanlega dönsku. í þessu greinarkorni hef ég með vilja hvorki nefnt nafn bókmenntafræð- ingsins né rithöfundarins. Því hef ég sleppt vegna þess að nöfn þeirra koma málinu ekki við, og ég hygg að málfar þeirra sé á engan hátt frábrugðið því sem gengur og gerist hjá íslenskum bókmenntafræðingum og rithöfundum um þessar mundir. Það er málfarið sem er til athugunar, ekki nafngreind manneskja sem talar þetta mál. Aftanmálsgreinar 1 Þórbergur Þórðarson. Ofvitinn. önnur útgáfa endurskoðuð. Reykjavík. Mál og menning 1964, bls.270. 2 Alexanders saga [.. . Finnur Jónsson). Kaupmannahöfn 1925, bls. 68. 3 Halldór Kiljan Laxness. Heimsljós II. Önnur útgáfa. Helgafell. Reykjavík 1955, bls. 316. 4 „Grænlandsför 1897“ eftir Helga Pétursson, bls. 109 í Um Grœtiland aðfornu og nýju eftir Finn Jónsson og Helga Pétursson. Kaupmannahöfn 1899. 5 Jón Eyþórsson: Árbók Ferðafélags íslands 1964, bls. 119. 6 Sama rit, bls. 120. 7 Halldór Laxness: Grikklandsárið. Helgafell. Reykjavík 1980, bls. 181. 8 Tímarit Máls og menningar, 3. hefti 1995, bls. 60. 98 TMM 1997:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.