Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 107
RITDÓMAR ir dálítið í lausu loíti, þar sem ekki hefur verið gert á sama hátt grein forróman- tísku byltingunni á öldinni á undan. Auk þess er bagalegt að hún skuli vera í tveim- ur hlutum (bls. 253-269, að viðbættum bls. 314-320, og svo bls. 497-522). Um framhald þessarar sögu, áhrif vesturlenskra strauma á íslenskar bók- menntir gegnum alla 19. öld og til 1918, er óþarfi að fjölyrða. I því samhengi sem hér hefur verið rakið kviknar þó sú spur- ning hvernig á því kunni að standa að þegar erlendar stefnur berast til landsins virðast þær stundum talsvert breyttar og lagaðar að einhverju öðru, og þegar þær hafa á annað borð fest rætur er eins og þær séu mun langlífari á íslandi en er- lendis. Má kannske segja, að þrátt fyrir mikil erlend áhrif, ekki síst gegnum menntamenn sem dvöldust langdvölum í Kaupmannahöfh, hafi íslendingar ekki verið móttækilegir nema fyrir ákveðnum straumum, jafnan „sneytt verstu öfgarn- ar“ af erlendum bylgjum, eins og ein- hvern tíma var sagt, og síðan haldið fast í það sem þeir höfðu tileinkað sér? Yfir slíkt hefði verið gagnlegt að fá eitthvert heildaryfirlit. Svo að lokum eitt. f þessu bindi er fjallað mjög alhliða um íslenskar bók- menntir á „hinni löngu 19. öld“ og þar af leiðandi er sagt frá ýmsu sem nútíma- menn myndu varla telja lifandi bók- menntir. Hjá því verður ekki komist. En þá er bagalegt þegar hlaupið er á hunda- vaði yfir verk sem eru ennþá mjög læsi- leg. Meðal þeirra eru skáldsögur Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar, sem eru af- greiddar í einum sjö línum (bls. 752- 753), og hefði Halldór Laxness þó átt að leiða menn í allan sannleika um gildi þeirra. Einnig finnst mér að allt of lítið sé gert úr sögulegum skáldsögum Jóns Trausta, einkum þó „Holt og Skál“, sem er rétt aðeins nefnd (bls. 849) og ein- kennist ekki af „rómantískri fortíðar- hyggju“, eins og sagt er um þennan þátt í verki höfundarins. Fyrst menn eru á annað borð að leita til erlendra kenn- ingasmiða, hefði kannske mátt fjalla um hana út frá þeim sjónarmiðum sem sett eru fram í riti Lukács um sögulegar skáldsögur. Þetta rit er að vísu yfirfullt af alls kyns glórulausu pólitísku rugli, en þrátt fyrir það má þar finna mjög skarp- legar skilgreiningar á vissum formúlum sögulegra skáldsagna sem gætu varpað ljósi á þessa merku sögu Jóns Trausta. Þriðja bindi bókmenntasögunnar er mjög vel úr garði gert og fylgir því mikill fjöldi mynda sem varpa oft ljósi á meg- inmálið. Einar Már Jónsson Sagnaþulur úr útvarpshúsi Jón Múli Árnason: Þjóðsögur JónsMúlaÁrna- sonar. Mál og menning 1996. 335 blaðsíður auk myndasíðna. í fyrsta kafla þessarar bókar lýsir höfund- ur manndómsvígslu sinni sextán ára gamals á togara á síldveiðum vestur á fjörðum. Þegar versta áreynslan og ör- væntingin er afstaðin — síðast hafði hann steypst þrisvar á eftir handvagni sínum í síldarþróna við löndun — er hann látinn stýra fyrir Horn og skipað að láta ekki kompásinn rugla sig í ríminu. En einmitt þegar kompásinn fer að gefa misvísandi bendingar fyrir áhrif Horn- strandaklettadranga tekur frásögnin á sig risastóra lykkju. Allt í einu erum við farin að lesa um afdrif fjallgöngumanna í Himalayafjöllum snemma á öldinni, Mallory og Somerwell lækni og breska nýlendukúgun á Indlandi. Það er þó til marks um stýrihæfileika höfundar að við lendum heilu og höldnu aftur um borð í togarann á leiðinni fyrir Horn í miðnæt- ursólinni eins og ekkert hafi í skorist. Líklega eru slík risastökk fágæt í þjóð- sagnasafni nafna höfundar á 19. öld. Slík frásagnabrögð hafa hins vegar áreiðan- lega mótast af áratuga reynslu Jóns Múla af útvarpsmiðlinum. Oft féll það í hlut TMM 1997:2 105
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.