Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 115
RITDÓMAR viðhorfa. Eitt ljóða Geirlaugs sem taka má sem dæmi um þá upplausn sem ríkir í nútímanum heitir „Út í geiminn“ og síðasta erindið hljóðar svo: smávinir fagrir 7-9-13 foldarskart froskakvak sól tér sortna undir jökli þýtur í trjám hláturmilt vor geimurinn allur ein frystikista forðabúr afstæðrar framtíðar hvalskutull þrjár gerðir smokka háðsgul sólin léttvægt raul skrautritað ljóð eftir drykkfellt einrænt ungskáld hvarf til afríku óminnis (25) Hér er vísað út og suður, bæði til íslensks og ffansks 19. aldar skálds (Rimbauds og Jónasar), sem áttu það sameiginlegt að vera drykkfelld og deyja 37 ára gömul úr fótarmeini. Þarna er líka vitnað í ragnarök Völuspár. Þessi brotastíll tjáir vel þá upplausn sem Geirlaugur skynjar í samtímanum, sýnir afstöðu hans í hnotskurn. Eins og kom fram hér að framan þá er síðasti hluti bókarinnar þýðingar á Ijóð- um Pierre Reverdy. Hann var náinn vin- ur málaranna Gris, Picasso og Bracque og skáldanna Max Jacob og Apollinaire, kynntist þeim í París um og eftir 1910. Skáldskapur Reverdys mótaðist í þessu andrúmslofti kúbismans og því sem síð- ar varð súrrealismi, þó Reverdy teljist elcki til súrrealista var hann nátendur þeim og þeir tóku sumar af skilgreining- um hans varðandi myndmál upp og gerðu þær enn róttækari. Reverdy var snjall að draga upp myndir úr hversdags- lífinu og gera þær sannar og eftirminni- legar. Geirlaugi tekst vel að koma til skila þeirri ljóðrænu heiðríkju sem einkennir myndir Reverdys. En ljóð hans eru ekki öll þar sem þau eru séð, þau geyma kjarna sem ekki er svo auðvelt að nálgast og það sama gildir einnig um bestu ljóð Geirlaugs sjálfs. Þrítengt er vönduð ljóðabók, hún er efnismikil og heildarmynd hennar er sterk. Ljóðin eru mörg torskilin, en ljóð- in rata til sinna, og það er ekkert mark- mið í sjálfu sér að ljóð skuli vera öllum skiljanleg. Það er alveg nóg að einn eða tveir þingmenn greiði atkvæði með því að Geirlaugur fái fararstyrk til Sikileyjar. Guðbjörn Sigurmundsson Þar er mér rétt lýst Hallgrímur Helgason: 101 Reykjavík. Mál og menning. 1996. 383 síður. Fáar íslenskar skáldsögur frá síðasta ári hafa verið umdeildari en saga Hallgríms Helgasonar 101 Reykjavíkþá fáu mánuði sem liðnir eru frá útkomu hennar. Ástæðan er hvorki flókin né vandfundin: höfundur glímir í sögunni við samtíð fremur en Sögu, reykvískan veruleika eins og hann kemur fyrir sjónir manns sem hefur tapað áttum og týnt sjálfum sér á nútímalega vísu. Sagan inniheldur lítið af göfugum tilfinningum, hún leið- ist aldrei út í útþynntan vaðal um ást og dauða til að varpa Ijósi á söguhetju sem er glötuninni merkt frá upphafi. Sá holi hljómur sem í sögunni býr er hljómur söguhetjunnar sem reynir svo um mun- ar á þolrif lesandans án þess að líf hennar sé göfgað með nokkrum hætti. Allt þetta kæmi þó fyrir lítið ef textinn væri jafn- máttlaus og slappur og söguhetjan virð- ist við fyrstu kynni. Tungumál bókarinn- ar er nefnilega sprelllifandi, jafnvel of „lifandi" því höfundur gengur vissulega fram á ystu nöf í óteljandi orðaleikjum og fram af ófáum lesendum sínum um leið. Segja má að þær þrjár skáldsögur sem Hallgrímur hefur skrifað fram að þessu miði allar að einhvers konar endurnýjun tungumálsins. Þær einkennast af nýj- ungagirni og hefðarrofi sem nær til efnis TMM 1997:2 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.