Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 21
EINKAVÆÐING TEXTANS Þegar maður veltir fyrir sér viðtökum ljóðabóka hér á landi, útbreiðslu þeirra og lestri á nýjum ljóðabókum þá hvarflar að manni að þjóðinni finnist að þetta sé orðið ágætt, það sé búið að yrkja nóg, mælirinn sé fullur. Þegar maður reynir að gera sér í hugarlund íjölskyldusamkomu þar sem unga manneskjan er spurð um væntanlegt lífsstarf og hún segir: ég ætla að verða ljóðskáld - þá leysist sú mynd óðara upp, ljóðagerð er ekki lífsstarf neins lengur heldur hobbí, hugleiðsluaðferð, bað til að fara í nokkrum sinnum í viku, jafnvel tilraun til fundar við sinn innri mann - en hún er ekki lífsstarf neins. Þjóðin er á þögulan hátt og án þess að segja neinum frá því - og allra síst skáldunum - búin að ákveða að það sé búið að yrkja öll ljóðin á íslensku sem hafi þýðingu fyrir einhvern annan en sjálft skáldið. Úr því að engin þjóðskáld séu til - þá eru heldur engin skáld til. Og það voru skáldin sem riftu samningnum sem ríkti milli þjóðar og skálda. Þegar Steinn Steinarr lýsti því yfir á frægum fundi að hið hefðbundna ljóðform væri nú loksins dautt þá var hann ekki að tala um stuðla og rím eins og hann hélt sjálfur og allir aðrir héldu líka: hann var að tala um ljóðagerð yfirleitt, hið hefðbundna ljóð eins og það hefur þekkst frá aldaöðli - ljóðið í samfélaginu. Og að sjálfsögðu var hann síðasta skáldið í vitund þjóðarinnar. Hann var fyrsta stórskáldið sem var ekki þjóðskáld og þar með síðasta skáldið. Og síðasta Ijóðið var Tíminn og vatnið þar sem vex hið hvíta blóm dauðans. I minningargreinaskrifum erum við nú að horfa upp á færslu frá óper- sónulegri orðræðu samfélagsins um einstaklinginn sem Bókmenntastofn- unin hefur haft yfirumsjón með - yfir á tjáningu einstaklingsins á líðan sinni og kenndum. Það er að verða nokkurs konar einkavæðing í minningar- greinaskrifum. Þessi einkavæðing er fyrir löngu um garð gengin í íslenskri ljóðagerð. f skólakerfinu er lagt kapp á að kenna börnum að tjá sig, fremur en að reynt sé að þjálfa með þeim tilfmningu fyrir braglist og ljóðagerð yfirleitt og hvers kyns reglum er hafnað, hvort sem þær lúta að braglist eða myndmáli, enda til þess fallnar að skerða tjáninguna. Almennt samkomulag virðist ríkja um það að ljóðagerð sé einkamál hvers og eins - þjóðin féllst með öðrum orðum á það með skáldunum að enginn skyldi hlutast til um það hvernig annar hagaði sínum yrkingum, og líka á hitt að merking ljóðsins væri í raun óþýðanleg yfir á hversdagslegt tungutak, og upplifun ljóðsins væri svo að segja einvörðungu bundin við það sjálft. Öldum saman hafði ljóðagerð hér á landi verið í öndvegi íslenskra bók- mennta - bundinn texti nýttist til að skrifa sendibréf, til að skrifa pólitíska leiðara, til að skrifa sögulega skáldsögu, til að skrifa minningargrein, til að skrifa stólræður, til að muna eitthvað sem varð að muna - til að tjá það sem ekki varð betur sagt öðruvísi: harm, ást, girnd, hatur. Ljóðið var fjölmiðill sem allir höfðu aðgang að - tíðnin sem fjölmiðillinn starfaði á var kölluð TMM 1999:2 www.mm.is 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.