Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 120
HERMANN STEFÁNSSON höfðu það beinlínis að markmiði sínu að skoða verk útaf fyrir sig, burtséð frá ævi höfundarins og hugmyndum hans í raunverulegu lífi. Það skipti engu hver hann var eða hvernig tilurð verksins var háttað. Og Jón Kári er ekki einsdæmi: Guðbergur Bergsson var t.d. án efa meðvitaður um hugmyndir af svipuðu tagi þegar hann gaf út Froskmanninn í nafni Hermanns Mássonar, einnar sögupersónu sinnar. Þannig urðu viðtökur og væntingar til bókar- innar aðrar en þær hefðu verið ef Guðbergur hefði gefið hana út undir eigin nafni auk þess sem til varð sérstakur kokteill úr bókmenntum og veruleika: skrifuð persóna skrifar bók. Gabbi Guðbergs var ætlað að komast upp: aft an á bókinni er mynd af Guðbergi ungum og Guðbergur skrifaði jafhvel í blöð- in gegn Hermanni Mássyni. Við efumst ekki um tilganginn að baki fölsun- inni, margslungna leikgleðina. í nýlegu tilfelli portúgalans Alvaro Lopez eru hvatirnar sennilega hæpn- ari; Lopez hafði tekið að sér að þýða kvikmyndir fyrir sjónvarp og þýddi þrjár, tvær úr kínversku og eina úr samísku. Myndirnar voru „döbbaðar“ áður en þær voru sýndar en engu að síður er furðulegt að þó nokkur tími leið áður en upp komst að þýðing Lopez átti lítið sem ekkert skylt við ff umtext- ann, enda kunni hann hvorki kínversku né samísku. Hann hafði hreinlega skáldað upp nýjan söguþráð, falsað nýjar myndir og var á bak og burt með launaseðilinn. Til hans hefur ekki spurst síðan. Tilgangur hrekks franska bókmenntafræðingsins Daniel Vandallier var göfugri. í frönsku bókmenntariti birtist ítarlegur ritdómur Vandalliers um skáldsöguna Sólskinið frá því ígær eftir Jacques Champfleury.7 Verkið fellur vel í kramið hjá ritdómaranum sem viðrar í dómnum ýmsar hugmyndir sín- ar um leið útúr öngstræti franskra nútímabókmennta sem hann tilgreinir ít- arlega hvert sé. Skáldsaga Champfleury er fyrsta skíman sem vísar leiðina ffam á við. Þeir lesendur sem hafa ætlað að kynna sér verkið og höfundinn hafa fljótlega rekið sig á að bæði voru uppspuni. Vandallier hafði þannig ekki aðeins blekkt lesendur sína heldur mætti einnig saka hann um ritstuld því hugmyndin er komin beint úr smiðju Borgesar sem ýmist eignaði sögur sín- ar öðrum, studdi þær tilbúnum heimildum eða skrifaði um verk sem eru ekki til. Borges hefði sjálfur líklega orðað það þannig að verk Vandallier væri fyrirrennari og áhrifavaldur sinna verka. Hvert nýtt verk hefur nefnilega áhrif á það hvernig við lesum hin verkin. Verk Pierre Menards er ekki það sama og Cervantesar jafnvel þótt Menard hafi skrifað upp verk hins síðar- nefnda því verk Menards kemur út á allt öðrum tíma, það er skrifað í annað umhverfi, annan heim með öðrum hugmyndum og umfram allt stendur í nýjum tengslum við aðra texta. 118 www.mm.is TMM 1999:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.