Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 43
KYNLEGIR KVISTIR undar reki konur í gegn með penna sínum (133) og virðast þær samkvæmt því ekki eiga sér líf í skrifum karla. Þegar Orlando tekur einu sinni sem offar til við að skrifa ljóð sitt um eikartréð heima í stofu eftir heimkomuna frá Konstantínópel finnst henni sem einhver standi yfir henni og fylgist með því sem hún skrifar. Viðkomandi fettir fingur út í skrif hennar og finnst þau ekki konu sæmandi og má ætla að þar sé kominn karlkyns fulltrúi bókmennta- stofnunarinnar og hefðarinnar sem getur ekki unnt konum þess að skrifa á eigin forsendum. Woolf bendir einnig á að konur hafi verið ósýnilegar í sagnfræði og ævi- sögum og nánast ekkert sé vitað um líf þeirra fyrir 18. öld (Sérherbergi, 67). Þessum ósýnileika tengist svo líka krafan um skírlífi kvenna, en það var með- al annars hennar vegna sem þær máttu ekki eiga sér sjálfstæða tilveru. Því var illmögulegt fýrir þær að skrifa og ekki síður að koma skrifum sínum á fram- færi. Konur skrifuðu off undir dulnefni eða þá að verk þeirra voru eignuð körlum, líkt og gerist hjá Orlando í lok átjándu aldar þegar athafnir hennar og skáldskapur eru eignuð frænda hennar vegna þess að hún getur ekki kom- ið óheft fram og í eigin persónu sem kona (137). Samkvæmt textanum eru konur á þessum tíma ekki til í samfélagslegum skilningi nema í sambandi sínu við karla, þær eru ekki álitnar hafa sjálfstæðar þrár, heldur aðeins geðhrif og fái þær ekki örvun ff á körlum hafa þær ekkert að segja hver við aðra. Tal þeirra er að sama skapi ekki talið áhugavert fyrir „neinn“ sem þýðir þarna greinilega það sama og karlmenn og er þar enn og aftur bent á algildi karlkynsins í tungumálinu og menningunni (137). Þessi orð og fleiri í sama dúr eru lögð í munn nokkrum körlum þegar konan Orlando drekkur og skemmtir sér konunglega með nokkrum vændiskon- um.Þannig er teflt saman viðhorfum karla til kvenna og þeirri andstæðu reynslu sem konurnar sjálfar verða fýrir. Slíkar hugmyndir karla um konur eru því fyrst og fremst byggðar á goðsögn eða blekkingu en konurnar í Orlando taka á vissan hátt þátt í að viðhalda þeirri blekkingu með því að laga sig að sam- félagslegum hugmyndum um kvenleika, oft að því er virðist á meðvitaðan hátt. Þær haga sér öðruvísi í návist karla , líkt og ein vændiskonan þegar hún heldur að Orlando sé karl, og leika þannig ákveðið hlutverk sem fýrst og ff emst þjónar þeim tilgangi að staðfesta „karlmennsku“ karlsins: To feel her hanging lightly yet like a suppliant on her arm, roused in Orlando all the feelings which become a man. She looked, she felt, she talked like one. Yet, having been so lately a woman herself, she suspected that the girl’s timidity and her hesitating answers and the very fumbling with the key in the latch and the fold of her cloak and the droop of her wrist were all put on to gratifý her masculinity. (135) TMM 1999:3 www.mm.is 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.